Eigendur PSG kanna möguleikann á að kaupa enskt félag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 10:30 Kylian Mbappe og Thiago Silva fagna marki hjá Paris Saint-Germain liðinu. Getty/Xavier Laine Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira