Maður sem veittist að geðlækni með hníf dæmdur til fangelsisvistar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 18:47 Dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar vegna fjölda afbrota sem framin voru á árinu 2018. Maðurinn var ákærður fyrir brot meðal annars gegn almennum hegningarlögum og vopnalögum. Maðurinn, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 29. desember, kom fyrst við sögu lögreglu á árinu, 5. júlí síðastliðinn. Þá fannst í buxnastreng mannsins heimatilbúið stunguvopn. Í september síðastliðnum réðst maðurinn gegn geðlækni í viðtalsherbergi bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans á Hringbraut. Maðurinn veittist að lækninum með ofbeldi og dró upp úr vasa sínum 22,5 cm langan kjöthníf og otaði hnífnum fram líkt og hann ætlaði að stinga lækninn í bakið. Geðlæknirinn hörfaði og elti maðurinn hann með hnífinn á lofti og reyndi að stinga hann. Maðurinn var í desember aftur uppvís um það að draga upp eggvopn á almannafæri. Á aðfangadag var hann svo uppvís um hótanir gegn lögreglumönnum með því að segja ef ég mæti þér hérna í myrkrinu þá sting ég þig fyrst“ og „ekki vera fokking aumingi þá kem ég bara og sker bara upp í hálsinn“, ásamt því að hóta ítrekað að stinga þá lögreglumenn sem sendir yrðu til hans. Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en í fórum hans fundust 0,84 gr amfetamíns 28. desember. Hinn ákærði var eins og áður segir dæmdur til 12 mánaða fangelsis. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað og þóknun verjanda síns. Þá gerði lögregla eftirfarandi upptækt: 0,84 g af amfetamíni, 6 stk. Vermox töflur, heimatilbúið stunguvopn, kjöthnífur af gerðinni Tamintina, tveir eldhúshnífar af IKEA gerð og vasahnífur.Dóminn í málinu má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira