Innlent

Þungt hljóð í leigubílstjórum á Suðurnesjum

Jakob Bjarnar skrifar
Einar Árnason formaður Fylkis. Afleiðingar falls WOW air er að koma niður á þeim af fullum þunga.
Einar Árnason formaður Fylkis. Afleiðingar falls WOW air er að koma niður á þeim af fullum þunga.
„Nú eru afleiðingar falls WOW að koma á daginn hjá okkur hér á Suðurnesjum hjá mínum mönnum,“ segir Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík.

Hljóðið er þungt í leigubílstjórum sem einkum hafa fengist við það að fara með ferðamenn þá sem koma með flugi til Íslands og lenda á Keflavíkurflugvelli.

„Þetta er um það bil 30 prósenta samdráttur hjá okkur, bara það sem komið er bæði í flugstöð og á stöðinni hér í Reykjanesbæ. Og menn eru ekki mjög bjartsýnir á sumarið,“ segir Einar í samtali við Vísi.

Hann segist ekki vita hvað menn sem fengist hafa við akstur á þessu svæði muni gera. „Menn munu sennilega ekki hætta en það liggur fyrir að það verður minni innkoma. Og lengri vinnutími. Til dæmis var ég kominn hingað á flugstöðina klukkan 6:30 og er enn að bíða. Ég er ekki bjartsýnn á að ég fari héðan fyrr en svona um klukkan 14-15 í dag.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×