Tölfræði Ashley Young úr leiknum er líka mjög sláandi. Þar stingur mest í augun að allar ellefu fyrirgjafir hans mistókust og hann tapaði boltanum alls 30 sinnum til Barcelona í leiknum.
Manchester Evening News var ekkert að fela neitt í frammistöðumati sínu eftir leikinn og gaf Ashley Young 1 af 10 í einkunn.
„Hann hefur ekki verið að spila vel í þó nokkurn tíma og hún hefur aldrei verið verri en á móti Barcelona. Gat ekki losað sig við boltann nógu fljótt,“ segir meðal annars í umfjöllun Manchester Evening News um hinn 33 ára gamla Young.
73 prósent sendinga Ashley Young í leiknum heppnuðust, hann vann boltann 9 sinnum af leikmönnum Barcelona og hafði betur í 60 prósent tæklinganna.
No player has attempted more crosses without one successfully reaching a teammate (11) in a single Champions League match since 2016/17 than Ashley Young.
Wayward. pic.twitter.com/xil9KLGeem
— Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019
Hinn 22 ára gamli og reynslulitli Scott McTominay fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína inn á miðjunni en hægri bakvörðurinn var út á túni.
Kannski var hluti af vandamálinu hjá Manchester United í leik á móti eins sterku liði og Barcelona að þurfa að vera með 33 ára Ashley Young í byrjunarliðinu.
Miðað við þessa frammistöðu eru ekki miklar líkur á því að hann fá margar mínútur í seinni leiknum á Nývangi og þá ætti að vera nokkuð öruggt að hann byrji heldur ekki leik Manchester United um helgina.
