Rósa Björk á Evrópuráðsþinginu: Kynferðisleg áreitni faraldur sem þurfi að tækla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 22:36 Rósa Björk hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær um alvarleika kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum. Umfang vandans væri slíkt að hægt væri að tala um faraldur í því samhengi og því þyrfti að tækla vandann eins og um faraldur væri að ræða; hratt og örugglega. Tilefnið var rannsókn Evrópuráðs og Alþjóðaþingmannasambandinu á karlrembu, kynferðislegu ofbeldi og áreitni í þjóðþingum og byggir hún á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum. 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu fengið líflátshótanir eða hótanir um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir aðkasti á netinu. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, er framsögumaður skýrslu sem byggði meðal annars á rannsókninni. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær þingsályktun og tilmæli Þórhildar Sunnu til aðildarríkja Evrópuráðsins. Í ræðu sinni tók Rósa Björk mið af sláandi niðurstöðum rannsóknarinnar og velti fyrir sér hver raunveruleg staða mála væri hjá konum í Evrópu í ljósi þess hve yfirgripsmikið vandamál karlremba og kynferðisleg áreitni í þjóðþingum væri gagnvart konum í stjórnmálum. Þær búi við mikil forréttindi; séu þjóðkjörnar, hafi völd og geti látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. „Hvernig eiga þær að stíga fram, opna sig um reynslu sína af kynferðislegri áreitni, stuðla að vitundarvakningu og tækla vandann ef við getum það ekki?“ spurði Rósa Björk og beindi orðum sínum til kollega sinna á Evrópuráðsþinginu. Hún sagði að það væri einmitt forréttindastaða þeirra á þinginu sem færði þeim tækifæri til að láta til sín taka í þessum málaflokki, setja skýr viðmið og senda kraftmikil skilaboð út í samfélagið um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin. Rósa Björk kallaði eftir trúverðugum aðgerðum til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarinnar. Hún var mjög hlynnt þeim leiðum sem mælt var með í skýrslunni, eins og refsingu í samræmi við alvarleika brots og að setja á fót kvörtunarkerfi. Undir lok ræðu sinnar beindi Rósa Björk orðum sínum til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og fulltrúa Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, og sagði að það væri bæði óviðeigandi og óásættanlegt að hann talaði með þeim hætti sem hann gerði á Evrópuráðsþinginu í ljósi þess að karlrembutal hans um kvenkyns þingmann hefði náðst á upptöku. Bergþór sagði í jómfrúarræðu sinni á Evrópuráðsþinginu um skýrslu Þórhildar Sunnu að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar varðandi refsiaðgerðir gegn þingmönnum vegna brota á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri við því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggi á andstæðinga í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Alþingi Kynferðisofbeldi MeToo Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og fulltrúi íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, hélt innblásna ræðu á vorþingi Evrópuráðsþingsins í gær um alvarleika kynferðislegrar áreitni á þjóðþingum. Umfang vandans væri slíkt að hægt væri að tala um faraldur í því samhengi og því þyrfti að tækla vandann eins og um faraldur væri að ræða; hratt og örugglega. Tilefnið var rannsókn Evrópuráðs og Alþjóðaþingmannasambandinu á karlrembu, kynferðislegu ofbeldi og áreitni í þjóðþingum og byggir hún á viðtölum við 123 konur frá 45 Evrópulöndum. 85,2% þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi. Tæp 47% kvenna sem voru spurðar höfðu fengið líflátshótanir eða hótanir um barsmíðar og 58% þeirra höfðu orðið fyrir aðkasti á netinu. Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5% þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69% tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins, er framsögumaður skýrslu sem byggði meðal annars á rannsókninni. Evrópuráðsþingið samþykkti í gær þingsályktun og tilmæli Þórhildar Sunnu til aðildarríkja Evrópuráðsins. Í ræðu sinni tók Rósa Björk mið af sláandi niðurstöðum rannsóknarinnar og velti fyrir sér hver raunveruleg staða mála væri hjá konum í Evrópu í ljósi þess hve yfirgripsmikið vandamál karlremba og kynferðisleg áreitni í þjóðþingum væri gagnvart konum í stjórnmálum. Þær búi við mikil forréttindi; séu þjóðkjörnar, hafi völd og geti látið til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. „Hvernig eiga þær að stíga fram, opna sig um reynslu sína af kynferðislegri áreitni, stuðla að vitundarvakningu og tækla vandann ef við getum það ekki?“ spurði Rósa Björk og beindi orðum sínum til kollega sinna á Evrópuráðsþinginu. Hún sagði að það væri einmitt forréttindastaða þeirra á þinginu sem færði þeim tækifæri til að láta til sín taka í þessum málaflokki, setja skýr viðmið og senda kraftmikil skilaboð út í samfélagið um að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin. Rósa Björk kallaði eftir trúverðugum aðgerðum til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarinnar. Hún var mjög hlynnt þeim leiðum sem mælt var með í skýrslunni, eins og refsingu í samræmi við alvarleika brots og að setja á fót kvörtunarkerfi. Undir lok ræðu sinnar beindi Rósa Björk orðum sínum til Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og fulltrúa Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, og sagði að það væri bæði óviðeigandi og óásættanlegt að hann talaði með þeim hætti sem hann gerði á Evrópuráðsþinginu í ljósi þess að karlrembutal hans um kvenkyns þingmann hefði náðst á upptöku. Bergþór sagði í jómfrúarræðu sinni á Evrópuráðsþinginu um skýrslu Þórhildar Sunnu að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar varðandi refsiaðgerðir gegn þingmönnum vegna brota á siðareglum þjóðþinga. Hætt væri við því að stjórnmálamenn nýttu slík tækifæri til að koma höggi á andstæðinga í nafni pólitísks rétttrúnaðar.
Alþingi Kynferðisofbeldi MeToo Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Blæs til sóknar gegn kynferðisofbeldi á Evrópuráðsþingi og Bergþór á mælendaskrá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, er framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi-og áreitni á þjóðþingum. 9. apríl 2019 15:39
Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00