„Ekkert að óttast fyrir Liverpool í seinni leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Naby Keita og Roberto Firmino fagna marki þess fyrrnefnda í gærkvöldi. Vísir/Getty Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira