Greiddi nærri þrjá milljarða fyrir Bókun Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. apríl 2019 06:45 Hjalti Baldursson, forstjóri og annar stofnenda Bókunar Bandaríski bókunarrisinn TripAdvisor, sem rekur stærsta ferðavef heims, greiddi 23 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 2,7 milljörðum króna, fyrir allt hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun á síðasta ári, eftir því sem fram kemur í ársreikningi bandaríska félagsins sem var gerður opinber í síðasta mánuði. Tilkynnt var um kaup TripAdvisor á Bókun, sem sérhæfir sig í þróun á hugbúnaði fyrir ferðaþjónustuna, í apríl í fyrra og var þá sérstaklega tekið fram að kaupverðið væri trúnaðarmál. Seljendur voru stofnendurnir Hjalti Baldursson, sem fór með 45 prósenta hlut í Bókun, og Ólafur Gauti Guðmundsson, sem átti tæplega 32 prósenta hlut, auk þess sem Norvik, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, seldi 24 prósenta hlut sinn í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu. Norvik gekk inn í hluthafahópinn árið 2017 en áður áttu Hjalti, sem er forstjóri Bókunar, og Ólafur Gauti tæknistjóri félagið að fullu. Bókun hefur vaxið hratt frá stofnun árið 2012 og er hugbúnaðar félagsins nú mest notaða sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferðaþjónustu. Í tilkynningu vegna kaupanna var tekið fram að með kaupunum myndi TripAdvisor útvíkka vöruframboð sitt, með því að þjónusta ferðaþjónustufyrirtæki með rekstrar- og stjórnunarhugbúnaði, til viðbótar við að starfrækja stærsta dreifingarnet á heiminum fyrir ferðir og afþreyingu. Höfuðstöðvar Bókunar eru áfram á Íslandi í kjölfar kaupanna og er stefnt að umtalsverðum vexti fyrirtækisins en starfsmenn þess voru um tuttugu talsins um mitt síðasta ár. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Bandaríski bókunarrisinn TripAdvisor, sem rekur stærsta ferðavef heims, greiddi 23 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 2,7 milljörðum króna, fyrir allt hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun á síðasta ári, eftir því sem fram kemur í ársreikningi bandaríska félagsins sem var gerður opinber í síðasta mánuði. Tilkynnt var um kaup TripAdvisor á Bókun, sem sérhæfir sig í þróun á hugbúnaði fyrir ferðaþjónustuna, í apríl í fyrra og var þá sérstaklega tekið fram að kaupverðið væri trúnaðarmál. Seljendur voru stofnendurnir Hjalti Baldursson, sem fór með 45 prósenta hlut í Bókun, og Ólafur Gauti Guðmundsson, sem átti tæplega 32 prósenta hlut, auk þess sem Norvik, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, seldi 24 prósenta hlut sinn í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu. Norvik gekk inn í hluthafahópinn árið 2017 en áður áttu Hjalti, sem er forstjóri Bókunar, og Ólafur Gauti tæknistjóri félagið að fullu. Bókun hefur vaxið hratt frá stofnun árið 2012 og er hugbúnaðar félagsins nú mest notaða sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferðaþjónustu. Í tilkynningu vegna kaupanna var tekið fram að með kaupunum myndi TripAdvisor útvíkka vöruframboð sitt, með því að þjónusta ferðaþjónustufyrirtæki með rekstrar- og stjórnunarhugbúnaði, til viðbótar við að starfrækja stærsta dreifingarnet á heiminum fyrir ferðir og afþreyingu. Höfuðstöðvar Bókunar eru áfram á Íslandi í kjölfar kaupanna og er stefnt að umtalsverðum vexti fyrirtækisins en starfsmenn þess voru um tuttugu talsins um mitt síðasta ár.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira