Eimskip grípur aftur til uppsagna Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 13:58 Eimskip hefur ráðist í ýmsar hagræðingaraðgerðir á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Vegna skipulagsbreytinga mun Eimskip og dótturfélag þess, TVG-Zimsen, segja upp 15 starfsmönnum. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 2. maí en þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem Eimskip ræðst í uppsagnir sem þessar. Í tilkynningu Eimskip til Kauphallarinnar segir að markmið skipulagsbreytinganna sé að „samþætta hluta af stoðeiningum félagsins“ í miðlægar einingar. Í því samhengi er nefnt að þrjár mismunandi akstursstýringardeildir sameinast í eina einingu. „Talsverð breyting verður á starfsemi TVG-Zimsen þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips,“ segir auk þess í tilkynningu Eimskips. „Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins enn frekar til framtíðar.“Uppsagnir í nóvember og janúar Töluverðar breytingar hafa orðið á Eimskip á síðustu mánuðum. Til að mynda tók nýr forstjóri við í janúar, Vilhelm Már Þorsteinsson, auk þess sem bandarískt sjóðsstýringarfyrirtæki hefur aukið hlut sinn í Eimskip umtalvert. Eimskip sagði jafnframt upp 18 starfsmönnum í nóvember síðastliðnum. Uppsagnirnar voru sagður liður í hagræðingarvinnu sem staðið hafi yfir undanfarið ár. Þá voru gerðar breytingar á 10 stöðugildum hjá félaginu í janúar, sem mörg hver voru lögð niður. Flest þessara stöðugilda vörðuðu millistjórnendur hjá félaginu. Þá tilkynnti Eimskip í lok síðsta árs að fyrirhugaðar væru töluverðar breytingar á siglingakerfi félagsins, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu lýsti sem „hryggjarstykkinu“ í þjónustu Eimskips fyrir inn- og útflutning.Fréttin hefur verið uppfærð Samgöngur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Sjá meira
Vegna skipulagsbreytinga mun Eimskip og dótturfélag þess, TVG-Zimsen, segja upp 15 starfsmönnum. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 2. maí en þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem Eimskip ræðst í uppsagnir sem þessar. Í tilkynningu Eimskip til Kauphallarinnar segir að markmið skipulagsbreytinganna sé að „samþætta hluta af stoðeiningum félagsins“ í miðlægar einingar. Í því samhengi er nefnt að þrjár mismunandi akstursstýringardeildir sameinast í eina einingu. „Talsverð breyting verður á starfsemi TVG-Zimsen þar sem hluti stoðeininga þess sameinast sambærilegum einingum Eimskips. Einnig mun TVG-Zimsen flytja starfsemi sína yfir í Vöruhótelið síðar í sumar. TVG-Zimsen verður eftir sem áður rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki Eimskips,“ segir auk þess í tilkynningu Eimskips. „Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu í rekstri, auka arðsemi og styrkja stoðir félagsins enn frekar til framtíðar.“Uppsagnir í nóvember og janúar Töluverðar breytingar hafa orðið á Eimskip á síðustu mánuðum. Til að mynda tók nýr forstjóri við í janúar, Vilhelm Már Þorsteinsson, auk þess sem bandarískt sjóðsstýringarfyrirtæki hefur aukið hlut sinn í Eimskip umtalvert. Eimskip sagði jafnframt upp 18 starfsmönnum í nóvember síðastliðnum. Uppsagnirnar voru sagður liður í hagræðingarvinnu sem staðið hafi yfir undanfarið ár. Þá voru gerðar breytingar á 10 stöðugildum hjá félaginu í janúar, sem mörg hver voru lögð niður. Flest þessara stöðugilda vörðuðu millistjórnendur hjá félaginu. Þá tilkynnti Eimskip í lok síðsta árs að fyrirhugaðar væru töluverðar breytingar á siglingakerfi félagsins, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu lýsti sem „hryggjarstykkinu“ í þjónustu Eimskips fyrir inn- og útflutning.Fréttin hefur verið uppfærð
Samgöngur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00 Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14 Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Sjá meira
Sjóðir Eaton með nærri níu prósent í Eimskip Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance Management eiga orðið samanlagt nærri níu prósenta hlut í Eimskip. Miðað við núverandi gengi bréfa er sá eignarhlutur metinn á um 3,3 milljarða króna. 20. febrúar 2019 07:00
Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins. 28. febrúar 2019 21:14
Eimskip lækkar laun forstjóra Vilhelm Már Þorsteinsson, nýr forstjóri Eimskips, verður með lægri laun en forveri hans í starfi 18. janúar 2019 14:44