Íslenskum feðgum byrlað eitur á Tenerife Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:47 Sigvaldi Kaldalóns var fararstjóri í ferðinni og var feðgunum innan handar eftir atvikið. Vísir Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali. Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali.
Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira