Bandaríkjaforseti brigslar um valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 10:09 Trump er sagður ráðfæra sig reglulega við sjónvarpsmanninn Sean Hannity (t.v.). Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43