Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Sighvatur Jónsson skrifar 25. apríl 2019 12:30 Í skoðunarskýrslum Matvælastofnunar er Ópal sjávarfang gagnrýnt fyrir að hafa brugðist seint við varðandi innköllun á laxi vegna listeríusmits. Vísir/Getty Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Sjá meira
Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Sjá meira