Trump segir engan óhlýðnast honum þvert á það sem segir í skýrslu Mueller Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 20:30 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag. Getty/Win McNamee Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. „Það óhlýðast mér enginn,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag er hann var spurður af fréttamönnum hvort hann hefði áhyggjur af því að starfsmenn og ráðgjafar hans færu ekki eftir skipunum hans. Eftir tveggja ára vinnu birtist skýrsla Mueller almenningi í síðustu viku. Úr skýrslunni má meðal annars lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Trump er sagður vera pirraður yfir því að fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um þennan hluta skýrslunnar. Herma heimildir CNN að Trump hafi krafist fullvisu frá starfsmönnum Hvíta hússins að skipunum hans verði héðan í frá fylgt eftir. Skiptar skoðanir eru á meðal demókrata á þingi hvort hefja eigi kæruferlið sem fylgi því að kæra forseta fyrir embættisbrot. Sjálfur virðist Trump ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði kærður fyrir embættisbrot. „Ekki einu sinni smávegis,“ svaraði Trump spurningu um það fyrir utan Hvíta húsið í dag. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. „Það óhlýðast mér enginn,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag er hann var spurður af fréttamönnum hvort hann hefði áhyggjur af því að starfsmenn og ráðgjafar hans færu ekki eftir skipunum hans. Eftir tveggja ára vinnu birtist skýrsla Mueller almenningi í síðustu viku. Úr skýrslunni má meðal annars lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Trump er sagður vera pirraður yfir því að fjölmiðlar hafi fjallað ítarlega um þennan hluta skýrslunnar. Herma heimildir CNN að Trump hafi krafist fullvisu frá starfsmönnum Hvíta hússins að skipunum hans verði héðan í frá fylgt eftir. Skiptar skoðanir eru á meðal demókrata á þingi hvort hefja eigi kæruferlið sem fylgi því að kæra forseta fyrir embættisbrot. Sjálfur virðist Trump ekki hafa miklar áhyggjur af því að hann verði kærður fyrir embættisbrot. „Ekki einu sinni smávegis,“ svaraði Trump spurningu um það fyrir utan Hvíta húsið í dag.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15 Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Kortleggja hefðbundinn vinnudag Trump forseta Sjónvarpsáhorf, Twitter-færslur og stöðug barátta að finna sig í valdamesta embætti heims. Þannig lýsa blaðamenn New York Times venjulegum degi Bandaríkjaforseta eftir að hafa rætt við tugi samstarfsmanna hans. 10. desember 2017 14:15
Kallar eftir því að Trump verði kærður fyrir embættisbrot Warren er fyrst forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins til að kalla eftir því að þetta ferli verði hafið. 19. apríl 2019 21:12
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent