Af fordómum Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Mér fannst hræðilegt að lesa frásögn Guðmundar Andra Thorssonar alþingismanns um hvernig hann varð fyrir áreiti manns sem augljóslega var ekki í jafnvægi. Ég er hjartanlega sammála Guðmundi Andra um að við þurfum öll að gæta okkar á því að næra ekki reiðina í samfélaginu. Það þýðir ekki að við hættum að takast á. Við eigum að rífast og rökræða, deilurnar geta orðið hvassar og fólki getur hlaupið kapp í kinn. En við þurfum að gæta okkur á því að átökin leiði ekki til þess að við hættum að líta á hvert annað sem manneskjur. Ef við hópgerum fólk, þá er stutt í hatrið; það er auðveldara að hata hópa en einstaklinga. Um það má finna sorgleg dæmi í mannkynssögunni. Guðmundur var staddur í búð í Garðabæ þegar atvikið átti sér stað. Hann kunni engin deili á manninum og því brá mér nokkuð þegar ég las lýsingu hans af honum: „Hann leit út eins og hver annar, sorrý með mig, Garðbæingur (sbr Baggalútslagið)...“ og síðan: „Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður...“ „Ekki alveg þessháttar“ en Guðmundur fann samt til hóp sem maðurinn óþekkti tilheyrði. Þessir fordómar Guðmundar Andra gegn fólki sem býr í Garðabænum og starfar á verðbréfamarkaði eru hættulegir, sérstaklega vegna þess að þeir koma frá alþingismanni. Þeir næra reiðina. Það er augljóslega djúpt á þessum fordómum, því það er sjaldgæft að sjá fólk gagnrýna fordóma annarra með jafn fordómafullum hætti. Samfylkingarfólk er nefnilega hvorki vont né ruglað og Garðbæingar og verðbréfamiðlarar eru það ekki heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Mér fannst hræðilegt að lesa frásögn Guðmundar Andra Thorssonar alþingismanns um hvernig hann varð fyrir áreiti manns sem augljóslega var ekki í jafnvægi. Ég er hjartanlega sammála Guðmundi Andra um að við þurfum öll að gæta okkar á því að næra ekki reiðina í samfélaginu. Það þýðir ekki að við hættum að takast á. Við eigum að rífast og rökræða, deilurnar geta orðið hvassar og fólki getur hlaupið kapp í kinn. En við þurfum að gæta okkur á því að átökin leiði ekki til þess að við hættum að líta á hvert annað sem manneskjur. Ef við hópgerum fólk, þá er stutt í hatrið; það er auðveldara að hata hópa en einstaklinga. Um það má finna sorgleg dæmi í mannkynssögunni. Guðmundur var staddur í búð í Garðabæ þegar atvikið átti sér stað. Hann kunni engin deili á manninum og því brá mér nokkuð þegar ég las lýsingu hans af honum: „Hann leit út eins og hver annar, sorrý með mig, Garðbæingur (sbr Baggalútslagið)...“ og síðan: „Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður...“ „Ekki alveg þessháttar“ en Guðmundur fann samt til hóp sem maðurinn óþekkti tilheyrði. Þessir fordómar Guðmundar Andra gegn fólki sem býr í Garðabænum og starfar á verðbréfamarkaði eru hættulegir, sérstaklega vegna þess að þeir koma frá alþingismanni. Þeir næra reiðina. Það er augljóslega djúpt á þessum fordómum, því það er sjaldgæft að sjá fólk gagnrýna fordóma annarra með jafn fordómafullum hætti. Samfylkingarfólk er nefnilega hvorki vont né ruglað og Garðbæingar og verðbréfamiðlarar eru það ekki heldur.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar