Án sýklalyfja Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Þó ekki sé nema tæplega öld liðin síðan sýklalyf litu dagsins ljós, þá virðist það vera nær óhugsandi að ímynda sér veröld án þeirra. Án þeirra getur minnsta skráma reynst banvæn; barnsburður hættulegur bæði móður og barni; berklar og lungnabólga illviðráðanlegir sjúkdómar, líffæraígræðslur og lyfjameðferðir við krabbameini ómögulegar. Sýklalyf eru bjargföst undirstaða nútíma læknisfræði, og þau eru vafalaust ein af grunnforsendum þeirra stórkostlegu framfara sem mannkyn hefur náð á undanförnum áratugum. Eins yfirþyrmandi og sú tilhugsun kann að vera – þá sérstaklega á tímum krafna um fordæmalausar aðgerðir í þágu umhverfisins, með tilheyrandi breytingum á lífsstíl okkar og venjum – þá blasir við okkur, að óbreyttu, ákveðið afturhvarf til fortíðar þegar sýklalyfin eru annars vegar. Samhæfingarnefnd alþjóðastofnana um þol gegn sýklalyfjum, sem sett var á laggirnar árið 2016, skilaði í gær tillögum sínum að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á heimsvísu. Tillögur hópsins, sem skipaður var afar fjölbreyttum hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, Alþjóðabankanum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnun og fleiri, verður lögð fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið verða tillögurnar notaðar til að uppfæra hnattræna aðgerðaáætlun frá árinu 2015. Í tillögum nefndarinnar er að finna afdráttarlaust ákall til heimsbyggðarinnar um aðgerðir, og það hið snarasta. Nefndin segir sýklalyfjaónæmi vera hnattræna ógn sem ógni heilli öld af framförum í heilbrigðisþjónustu. Sjúkdómar og veikindi tengd þoli gegn sýklalyfjum draga nú um 700 þúsund manns til dauða árlega. Fjöldinn gæti náð 10 milljónum manna árið 2050, verði ekkert að gert. Samhliða þessu verður þörf fyrir yfirþyrmandi, og jafnvel lamandi, útgjöld til heilbrigðismála – málaflokks sem í dag er víðast hvar undirfjármagnaður. Ástæðan fyrir þessari þróun er gegndarlaus sýklalyfjanotkun undanfarinna áratuga, hjá mönnum, dýrum og plöntum. Þessi mikla notkun hefur ýtt undir, auðveldað og hraðað myndun og útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sally Davies, fráfarandi landlæknir Bretlands, var einn af höfundum skýrslunnar. Í samtali við The Guardian bendir hún á að baráttan við sýklalyfjaónæmi eigi margt sammerkt með þeim verkefnum sem fylgja losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðurfari plánetunnar. Hún segir að ógnin sem fylgi ónæmi sé ekki minni en sú sem felst í loftslagsbreytingum. Þannig sé þörf á mun einbeittari aðgerðum gegn ónæmi en áður hefur þekkst. Umræðan um sýklalyfjaónæmi hér á landi er oftar en ekki háð í samhengi við lagabreytingar og tollkvóta, og þá úr skotgröfum stjórnmálanna. Hins vegar þarf að gera betur til að útskýra fyrir almenningi hvað felst í þessari miklu ógn. Hvernig til standi að eiga við hana, hvað hver og einn getur gert til að milda yfirvofandi högg þegar fortíðin knýr á dyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þó ekki sé nema tæplega öld liðin síðan sýklalyf litu dagsins ljós, þá virðist það vera nær óhugsandi að ímynda sér veröld án þeirra. Án þeirra getur minnsta skráma reynst banvæn; barnsburður hættulegur bæði móður og barni; berklar og lungnabólga illviðráðanlegir sjúkdómar, líffæraígræðslur og lyfjameðferðir við krabbameini ómögulegar. Sýklalyf eru bjargföst undirstaða nútíma læknisfræði, og þau eru vafalaust ein af grunnforsendum þeirra stórkostlegu framfara sem mannkyn hefur náð á undanförnum áratugum. Eins yfirþyrmandi og sú tilhugsun kann að vera – þá sérstaklega á tímum krafna um fordæmalausar aðgerðir í þágu umhverfisins, með tilheyrandi breytingum á lífsstíl okkar og venjum – þá blasir við okkur, að óbreyttu, ákveðið afturhvarf til fortíðar þegar sýklalyfin eru annars vegar. Samhæfingarnefnd alþjóðastofnana um þol gegn sýklalyfjum, sem sett var á laggirnar árið 2016, skilaði í gær tillögum sínum að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á heimsvísu. Tillögur hópsins, sem skipaður var afar fjölbreyttum hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, Alþjóðabankanum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnun og fleiri, verður lögð fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið verða tillögurnar notaðar til að uppfæra hnattræna aðgerðaáætlun frá árinu 2015. Í tillögum nefndarinnar er að finna afdráttarlaust ákall til heimsbyggðarinnar um aðgerðir, og það hið snarasta. Nefndin segir sýklalyfjaónæmi vera hnattræna ógn sem ógni heilli öld af framförum í heilbrigðisþjónustu. Sjúkdómar og veikindi tengd þoli gegn sýklalyfjum draga nú um 700 þúsund manns til dauða árlega. Fjöldinn gæti náð 10 milljónum manna árið 2050, verði ekkert að gert. Samhliða þessu verður þörf fyrir yfirþyrmandi, og jafnvel lamandi, útgjöld til heilbrigðismála – málaflokks sem í dag er víðast hvar undirfjármagnaður. Ástæðan fyrir þessari þróun er gegndarlaus sýklalyfjanotkun undanfarinna áratuga, hjá mönnum, dýrum og plöntum. Þessi mikla notkun hefur ýtt undir, auðveldað og hraðað myndun og útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sally Davies, fráfarandi landlæknir Bretlands, var einn af höfundum skýrslunnar. Í samtali við The Guardian bendir hún á að baráttan við sýklalyfjaónæmi eigi margt sammerkt með þeim verkefnum sem fylgja losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðurfari plánetunnar. Hún segir að ógnin sem fylgi ónæmi sé ekki minni en sú sem felst í loftslagsbreytingum. Þannig sé þörf á mun einbeittari aðgerðum gegn ónæmi en áður hefur þekkst. Umræðan um sýklalyfjaónæmi hér á landi er oftar en ekki háð í samhengi við lagabreytingar og tollkvóta, og þá úr skotgröfum stjórnmálanna. Hins vegar þarf að gera betur til að útskýra fyrir almenningi hvað felst í þessari miklu ógn. Hvernig til standi að eiga við hana, hvað hver og einn getur gert til að milda yfirvofandi högg þegar fortíðin knýr á dyr.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun