Smálánaþrotin námu hátt í hálfum milljarði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. apríl 2019 07:00 Núverandi höfuðstöðvar smálánafyrirtækjanna í Kaupmannahöfn. Neytendur Skiptum er lokið á þrotabúi smálánafyrirtækisins Smálán ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota þann 21. september 2016. Greint er frá skiptalokum í Lögbirtingablaðinu í gær. Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið hafi numið ríflega 170 milljónum króna en að skiptastjórinn hafi samþykkt kröfur að fjárhæð 99,5 milljónir. Upp í þær kröfur fengust greiddar um 60 milljónir króna. Smálán er annað smálánafyrirtækið, sem laut sama dularfulla og flókna eignarhaldinu á sínum tíma, sem fer í þrot. Hitt var Kredia sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl 2017. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur þar upp á ríflega 250 milljónir króna. Bæði fyrirtæki voru á sínum tíma ítrekað sektuð fyrir brot á neytendum en voru á endanum keyrð í þrot af kröfuhöfum sínum. Heildarkröfur sem lýst var í búin tvö nema því á fimmta hundrað milljónum króna en síðast þegar vitað var voru félögin í eigu fjárfestis frá Slóvakíu, Mario Megela. Þrátt fyrir að íslenskar kennitölur smálánafyrirtækjanna alræmdu hafi nú verið gerðar upp og gjaldþrotaslóðin nemi hundruðum milljóna þá þýðir það ekki að fyrirtækin sjálf hafi lagt upp laupana. Þvert á móti virðast þau hafa sótt styrk við að sameinast. Líkt og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í lok mars eru helstu skyndilánafyrirtækin sem starfað hafa hér á landi komin í eina sæng og skráð í Danmörku. Kredia, Smálán, Hraðpeningar, 1909 og Múla eru nú öll skráð í eigu félagsins Ecommerce 2020. Eigandi þess er skráður Tékkinn Ondrej Smakal. Halda þau áfram að bjóða og lána nauðstöddum Íslendingum peninga með mörg hundruð prósenta okurvöxtum. Smálánafyrirtækin hafa í gegnum tíðina verið þyrnir í augum stofnana á borð við Umboðsmann skuldara en Fréttablaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fjölgi enn. Þá var hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá stofnuninni sem voru með skyndilán 59 prósent. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá að áhersla sé nú lögð á forvarnir til að forða fólki frá því að festast í vítahring dýrra skyndilána. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Neytendur Smálán Tengdar fréttir Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09 Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Neytendur Skiptum er lokið á þrotabúi smálánafyrirtækisins Smálán ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota þann 21. september 2016. Greint er frá skiptalokum í Lögbirtingablaðinu í gær. Þar kemur fram að lýstar kröfur í búið hafi numið ríflega 170 milljónum króna en að skiptastjórinn hafi samþykkt kröfur að fjárhæð 99,5 milljónir. Upp í þær kröfur fengust greiddar um 60 milljónir króna. Smálán er annað smálánafyrirtækið, sem laut sama dularfulla og flókna eignarhaldinu á sínum tíma, sem fer í þrot. Hitt var Kredia sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl 2017. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur þar upp á ríflega 250 milljónir króna. Bæði fyrirtæki voru á sínum tíma ítrekað sektuð fyrir brot á neytendum en voru á endanum keyrð í þrot af kröfuhöfum sínum. Heildarkröfur sem lýst var í búin tvö nema því á fimmta hundrað milljónum króna en síðast þegar vitað var voru félögin í eigu fjárfestis frá Slóvakíu, Mario Megela. Þrátt fyrir að íslenskar kennitölur smálánafyrirtækjanna alræmdu hafi nú verið gerðar upp og gjaldþrotaslóðin nemi hundruðum milljóna þá þýðir það ekki að fyrirtækin sjálf hafi lagt upp laupana. Þvert á móti virðast þau hafa sótt styrk við að sameinast. Líkt og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í lok mars eru helstu skyndilánafyrirtækin sem starfað hafa hér á landi komin í eina sæng og skráð í Danmörku. Kredia, Smálán, Hraðpeningar, 1909 og Múla eru nú öll skráð í eigu félagsins Ecommerce 2020. Eigandi þess er skráður Tékkinn Ondrej Smakal. Halda þau áfram að bjóða og lána nauðstöddum Íslendingum peninga með mörg hundruð prósenta okurvöxtum. Smálánafyrirtækin hafa í gegnum tíðina verið þyrnir í augum stofnana á borð við Umboðsmann skuldara en Fréttablaðið greindi frá því í desember síðastliðnum að ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fjölgi enn. Þá var hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá stofnuninni sem voru með skyndilán 59 prósent. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði þá að áhersla sé nú lögð á forvarnir til að forða fólki frá því að festast í vítahring dýrra skyndilána.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Neytendur Smálán Tengdar fréttir Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09 Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. 29. apríl 2019 10:09
Ráðuneytið hefur ekki haft samband við innheimtuaðila smálána Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur ekki haft samband við eftirlitsaðila með innheimtufyrirtækjum smálána til að kanna hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar um kröfur. 15. apríl 2019 06:00
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00