Harry Kane vonast til að ná úrslitaleiknum á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:00 Harry Kane fagnar sigri Tottenham í gær og var ekkert mikið að hlífa ökklanum. Getty/Charlotte Wilson Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Stuðningsmenn Tottenham gátu ekki bara glaðst yfir frábærum sigri sinna manna í Amsterdam í gær því þeir sáu líka stjörnuframherjann Harry Kane hlaupa um í fagnaðarlátunum. Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan að hann meiddist á ökkla 9. apríl síðastliðinn en það var augljóst á fögnuði hans í gær að það styttist í endurkomuna. „Endurhæfingin gengur vel,“ sagði Harry Kane við blaðamann BBC. „Ég byrjaði að hlaupa í beinni línu í þessari viku og ég er farinn að æfa meira til að sanna mig fyrir stjóranum,“ sagði Kane. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham og komst svo í 2-0 í seinni leiknum í gærkvöldi. Þrjú mörk frá Tottenham, þar af það síðasta í uppbótatíma, tryggðu liðinu sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Liverpool í Madrid. Kane meiddist í fyrri leiknum í átta liða úrslitunum á móti Manchester City. Hann var í heiðursstúkunni þegar Lucas Moura skoraði þriðja markið á sjöttu mínútu í uppbótatíma en dreif sig þá niður á völl. Hann var kominn þangað þegar lokaflautið gall.Harry Kane says he is "hopeful" he'll be fit for the #ChampionsLeague final against Liverpool next month. In full: https://t.co/oR0BdV7BlN#Spurs#LFC#THFC#bbcfootballpic.twitter.com/2Yfr3wGwvl — BBC Sport (@BBCSport) May 9, 2019 „Ég er fyrst og fremst stuðningsmaður og ég veit hversu miklu máli þetta skipti klúbbinn,“ sagði Harry Kane en Tottenham hefur aldrei áður spilað til úrslita í Meistaradeildinni. „Fyrri hálfleikurinn voru vonbrigði og við leyfðum þeim að spila sinn leik. Ég fór í klefann í hálfleik og við vissum allir að þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Við áttum hins vegar inni 45 mínútur til að gefa allt í þetta,“ sagði Kane. „Strákarnir köfuðu djúpt og sýndu ástríðu. Það er ekki hægt að biðja um meira. Við urðum að bíða eftir þriðja markinu fram á lokamínútuna en við fundum leiðina. Um þetta snýst fótboltinn og nú erum við á leiðinni í úrslitaleikinn,“ sagði Kane. Kane er vongóður um að ná úrslitaleiknum sem fer fram 1. júní næstkomandi eða eftir 23 daga. Kane fær því rúmar þrjár vikur til að koma sér í gang á ný.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira