Milwaukee vann fimmta leikinn á heimavelli sannfærandi, 116-91, og einvígið, 4-1, en þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 sem að Bucks leikur til úrslita í austrinu og enn möguleika á því að verða NBA-meistari.
Bucks-liðið sópaði Detroit Pistons, 4-0, í átta liða úrslitum austursins en tapaði fyrsta leik á móti Boston, 112-90. Síðan þá hefur Bucks aftur fundið taktinn og verið mun betra en Boston.
Giannis Antetokounmpo skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir heimamenn en Khris Middleton bætti við 19 stigum og Eric Bledsoe 18.
Warriors vann í nótt, 104-99, en Kevin Durant meiddist á kálfa í leiknum og spilaði aðeins 32 mínútur. Þrátt fyrir það risu aðrir leikmenn upp en Klay Thompson skoraði úr mikilvægu sniðskoti þegar að 4,1 sekúnda var eftir.
Thompson var einmitt stigahæstur heimamanna með 27 stig en hann hitti úr fimm af tíu þriggja stiga skotum sínum. Steph Curry skoraði 25 stig en er áfram í smá basli fyrir utan þriggja stiga línuna og Durant skoraði 22 stig á 32 mínútum.
James Harden var að sjálfsögðu stigahæstur hjá Houston með 31 stig en hann tók að auki fjögur fráköstu og gaf átta stoðsendinga. Næsti leikur liðanna fer fram í Houston.