Jordie van der Laan hringdi sig inn veikan í síðustu viku í fimm daga á æfingar og það vakti furðu félagsins. Þeir vildu að hann færi til læknis en hann neitaði.
Það komst svo upp að Jordie hafði skellt sér til Lundúna til þess að horfa á Ajax í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en það komst upp er hann sást í sjónvarpinu. Klaufalegt.
"It wasn't the best decision."
The footballer sacked for pulling a sickie to watch Ajax in the Champions League...
https://t.co/pT4KGKB6jSpic.twitter.com/FA8uyNsymq
— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2019
„Ég hringdi mig inn veikan og auðvitað var þetta ekki besta ákvörðunin. Að lokum komst upp um þetta,“ sagði kapinnn við BBC.
Jordie fékk miða hjá vini sínum sem átti miða á leikinn en nú er kappinn án félags og leitar sér að liði.
Ajax tapaði síðari undanúrslitaleiknum á ótrúlegan hátt fyrir Tottenham í gærkvöldi og er þar með úr leik.