Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir skrifar 8. maí 2019 15:24 Þegar þetta er ritað bíða um 330 börn eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Allt börn (og um leið fjölskyldur þeirra) með verulegan vanda sem birtist á heimilinu, í skólanum eða hvoru tveggja. Mörg bíða eftir ADHD greiningu og meðferð í framhaldinu. Ógreint og ómeðhöndlað ADHD bitnar ekki aðeins á barninu heldur allri fjölskyldu þess sem og öðrum sem koma að daglegri umönnun þess. Hlutdeild ÞHS í geðheilbrigðisþjónustu barna að 18 ára aldri hefur stóraukist á síðustu árum sem helgast að hluta til vegna tilfærslu á skjólstæðingum BUGL og GRR. Báðar stofnanir hafa þrengt inntökuskilyrði (til samræmis við hlutverk 3. stigs stofnanna) og þar með hætt þjónustu við ákveðna hópa. Í kjölfarið tók ÞHS yfir þjónustuna og stækkaði því markhópurinn verulega eða u.þ.b. 55-60%.Styðjum við þegna framtíðar Vandi barns hverfur hvorki né minnkar á meðan beðið er, heldur vindur upp á sig og getur orðið illviðráðanlegur. Foreldrar í þessari stöðu kljást iðulega við kvíða og streitu, þar sem vandi barnsins er oftar en ekki krefjandi og hefur þróast yfir langan tíma. Foreldrum kemur ekki alltaf saman um hvernig bregðast eigi við aðstæðum, sem eykur enn á streitu og álag á alla nákomna. Í ofanálag þurfa foreldrar oftar en ekki að taka sér frí frá vinnu m.a. til að vinna með skóla barnsins. Í skóla snýst málið bæði um námsvanda og hegðunarvanda. Barnið dregst aftur úr í námi og mörg hver ná aldrei að vinna upp forskot jafnaldra. Félagsleg staða barnsins hríðversnar og sjálfsmynd þess skaðast. Greining er ekki stimpill heldur svar við því hvað sé að og útskýrir um leið hverjar þarfir viðkomandi séu. Vandað greiningarferli er lykill að næstu skrefum og oft má strax á fyrstu stigum segja til um aðgerðir sem að öllum líkindum bæta stöðuna á meðan beðið er. Rannsóknir sýna jafnframt að því fyrr á uppvaxtarárum sem ADHD greinist og meðferð hefst í kjölfarið minnkar áhætta á alvarlegum fylgiröskunum sem hamlað geta þroska barns. Barn með ADHD sem þarf að bíða eftir greiningu eða fær ekki nauðsynlega meðferð á réttum tíma á í hættu að dragast aftur úr í námi og fylgja ekki jafnöldum sínum hvað félagslegan þroska varðar. Sjálfsmyndin getur laskast verulega og líkur á brottfalli úr framhaldsskóla aukast. Veruleg hætta er á að vandi á fyrstu árum barns sem ekki er unnið úr, vaxi og breiðist út yfir fleiri svið. Þetta getur leitt til viðvarandi hegðunar- og tilfinningavanda á unglings- og fullorðinsárum. Þessi sömu atriði auka um leið líkur á að einstaklingur þrói með sér fíkn, hvort heldur um ræðir misnotkun ávanabindandi efna, tölvufíkn, matarfíkn, kvíða og þunglyndi svo eitthvað sé talið til. Varla hefur farið fram hjá neinum að mörgu ungu fólki í dag líður illa, það flosnar úr námi og nær hvorki að fóta sig á atvinnumarkaði né í lífinu almennt. Mikilvægt er að styðja við þá einstaklinga og koma þannig í veg fyrir viðvarandi og vaxandi vanda.Þroska- og hegðunarstöð ÞHS sér m.a. um að framkvæma greiningar á börnum með ADHD upp að 18 ára aldri. Á heimasíðu ÞHS má finna hvaða þjónustu er mælt með eftir greiningu, t.d. á ADHD:Aðgerðir til að styðja við nám, hegðun og líðan barns í skólaMismunandi færniþjálfun eða meðferð barns í einstaklings- eða hóptímumStuðningur við foreldra í formi ráðgjafar, fræðslu eða námskeiðaMeðferð fyrir barn og/eða foreldra hjá sérfræðingum eða sérhæfðum þjónustustofnunum. Viðvarandi óvissa hefur ríkt um framtíð starfsemi ÞHS og stöðin hvorki haft nægilegt fjármagn né mannafla til að sinna þeim fjölda erinda sem berast og halda uppi þjónustu í samræmi við þarfir. Stöðin hefur neyðst til að draga úr ýmsum úrræðum. Þar ber kannski helst að nefna þjónustu við landsbyggðina sem víða var þegar af skornum skammti, en 25-30% tilvísana á stöðina koma frá landsbyggðinni. Starfsemi sem fram fer á Þroska og hegðunarstöð er m.a. fyrirbyggjandi og núverandi staða á engan hátt viðunnandi. Geðheilbrigðisþjónusta við börn á að vera í forgangi og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að biðlistar eftir þjónustu myndist. Snúum vörn í sókn. Óbreytt ástand mun ella auka á vanda okkar framtíðarþegna og um leið samfélagsins í heild.Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakannaSólveig Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Ásgrímsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað bíða um 330 börn eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Allt börn (og um leið fjölskyldur þeirra) með verulegan vanda sem birtist á heimilinu, í skólanum eða hvoru tveggja. Mörg bíða eftir ADHD greiningu og meðferð í framhaldinu. Ógreint og ómeðhöndlað ADHD bitnar ekki aðeins á barninu heldur allri fjölskyldu þess sem og öðrum sem koma að daglegri umönnun þess. Hlutdeild ÞHS í geðheilbrigðisþjónustu barna að 18 ára aldri hefur stóraukist á síðustu árum sem helgast að hluta til vegna tilfærslu á skjólstæðingum BUGL og GRR. Báðar stofnanir hafa þrengt inntökuskilyrði (til samræmis við hlutverk 3. stigs stofnanna) og þar með hætt þjónustu við ákveðna hópa. Í kjölfarið tók ÞHS yfir þjónustuna og stækkaði því markhópurinn verulega eða u.þ.b. 55-60%.Styðjum við þegna framtíðar Vandi barns hverfur hvorki né minnkar á meðan beðið er, heldur vindur upp á sig og getur orðið illviðráðanlegur. Foreldrar í þessari stöðu kljást iðulega við kvíða og streitu, þar sem vandi barnsins er oftar en ekki krefjandi og hefur þróast yfir langan tíma. Foreldrum kemur ekki alltaf saman um hvernig bregðast eigi við aðstæðum, sem eykur enn á streitu og álag á alla nákomna. Í ofanálag þurfa foreldrar oftar en ekki að taka sér frí frá vinnu m.a. til að vinna með skóla barnsins. Í skóla snýst málið bæði um námsvanda og hegðunarvanda. Barnið dregst aftur úr í námi og mörg hver ná aldrei að vinna upp forskot jafnaldra. Félagsleg staða barnsins hríðversnar og sjálfsmynd þess skaðast. Greining er ekki stimpill heldur svar við því hvað sé að og útskýrir um leið hverjar þarfir viðkomandi séu. Vandað greiningarferli er lykill að næstu skrefum og oft má strax á fyrstu stigum segja til um aðgerðir sem að öllum líkindum bæta stöðuna á meðan beðið er. Rannsóknir sýna jafnframt að því fyrr á uppvaxtarárum sem ADHD greinist og meðferð hefst í kjölfarið minnkar áhætta á alvarlegum fylgiröskunum sem hamlað geta þroska barns. Barn með ADHD sem þarf að bíða eftir greiningu eða fær ekki nauðsynlega meðferð á réttum tíma á í hættu að dragast aftur úr í námi og fylgja ekki jafnöldum sínum hvað félagslegan þroska varðar. Sjálfsmyndin getur laskast verulega og líkur á brottfalli úr framhaldsskóla aukast. Veruleg hætta er á að vandi á fyrstu árum barns sem ekki er unnið úr, vaxi og breiðist út yfir fleiri svið. Þetta getur leitt til viðvarandi hegðunar- og tilfinningavanda á unglings- og fullorðinsárum. Þessi sömu atriði auka um leið líkur á að einstaklingur þrói með sér fíkn, hvort heldur um ræðir misnotkun ávanabindandi efna, tölvufíkn, matarfíkn, kvíða og þunglyndi svo eitthvað sé talið til. Varla hefur farið fram hjá neinum að mörgu ungu fólki í dag líður illa, það flosnar úr námi og nær hvorki að fóta sig á atvinnumarkaði né í lífinu almennt. Mikilvægt er að styðja við þá einstaklinga og koma þannig í veg fyrir viðvarandi og vaxandi vanda.Þroska- og hegðunarstöð ÞHS sér m.a. um að framkvæma greiningar á börnum með ADHD upp að 18 ára aldri. Á heimasíðu ÞHS má finna hvaða þjónustu er mælt með eftir greiningu, t.d. á ADHD:Aðgerðir til að styðja við nám, hegðun og líðan barns í skólaMismunandi færniþjálfun eða meðferð barns í einstaklings- eða hóptímumStuðningur við foreldra í formi ráðgjafar, fræðslu eða námskeiðaMeðferð fyrir barn og/eða foreldra hjá sérfræðingum eða sérhæfðum þjónustustofnunum. Viðvarandi óvissa hefur ríkt um framtíð starfsemi ÞHS og stöðin hvorki haft nægilegt fjármagn né mannafla til að sinna þeim fjölda erinda sem berast og halda uppi þjónustu í samræmi við þarfir. Stöðin hefur neyðst til að draga úr ýmsum úrræðum. Þar ber kannski helst að nefna þjónustu við landsbyggðina sem víða var þegar af skornum skammti, en 25-30% tilvísana á stöðina koma frá landsbyggðinni. Starfsemi sem fram fer á Þroska og hegðunarstöð er m.a. fyrirbyggjandi og núverandi staða á engan hátt viðunnandi. Geðheilbrigðisþjónusta við börn á að vera í forgangi og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að biðlistar eftir þjónustu myndist. Snúum vörn í sókn. Óbreytt ástand mun ella auka á vanda okkar framtíðarþegna og um leið samfélagsins í heild.Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakannaSólveig Ásgrímsdóttir, stjórnarmaður ADHD samtakanna
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun