Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 13:00 Leikmenn Liverpool syngja með stuðningsmönnum sínum í leikslok í gær. Getty/Jan Kruger/Robbie Jay Barratt Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. Liverpool vann einn sinn magnaðasta sigur í 126 ára sögu félagsins í gær þegar liðið tryggði sig áfram í úrslitaleik meistaradeildarinna þrátt fyrir vonlitla stöðu þegar leikurinn var flautaður á. Það var vissulega áhrifamikil stund á Anfield í leikslok í gær þegar leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu sigrinum á Barcelona með því að syngja saman „You'll Never Walk Alone“ en það var annar minna þekktur söngur sem hljómaði allan leikinn á meðan leikmenn Liverpool yfirspiluðu Barcelona liðið. B/R Football setti saman stutta heimildarmynd um heitasta sönginn í Liverpool samfélaginu í dag og ræddi meðal annars við textahöfundinn og tónlistarmanninn Jamie Webster sem hefur gefið út lagið. Það má sjá þessa litlu heimildarmynd hér fyrir neðan.Allez, Allez, Allez pic.twitter.com/Uz0GutI6g3 — B/R Football (@brfootball) May 8, 2019Textinn er ekki langur né flókinn en hann hitti algjörlega í mark hjá stuðningsmönnum Liverpool. Upphafið af vinsældum lagsins má rekja til Meistaradeildarævintýrsins í fyrra og nú er Liverpool liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Það má heyra meira og meira „Allez, Allez, Allez“ í hverjum leik og hann var mjög áberandi á Anfield í gærkvöldi á meðan leikmenn Liverpool unnu 4-0 sigur á einu besta liði heims. Barcelona réð ekkert við hungraða og hugaða leikmenn Liverpool sem náðu þessum ótrúlegu úrslitum án þess að vera með tvo af sínum öflugustu sóknarmönnum.Hér fyrir neðan má sjá textann við lagið.Allez, Allez, AllezWe've conquered all of Europe We're never going to stop From Paris down to Turkey We've won the fucking lot Bob Paisley and Bill Shankly The fields of Anfield Road We are loyal supporters And we come from Liverpool [Viðlag] Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Sjá meira
Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. Liverpool vann einn sinn magnaðasta sigur í 126 ára sögu félagsins í gær þegar liðið tryggði sig áfram í úrslitaleik meistaradeildarinna þrátt fyrir vonlitla stöðu þegar leikurinn var flautaður á. Það var vissulega áhrifamikil stund á Anfield í leikslok í gær þegar leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu sigrinum á Barcelona með því að syngja saman „You'll Never Walk Alone“ en það var annar minna þekktur söngur sem hljómaði allan leikinn á meðan leikmenn Liverpool yfirspiluðu Barcelona liðið. B/R Football setti saman stutta heimildarmynd um heitasta sönginn í Liverpool samfélaginu í dag og ræddi meðal annars við textahöfundinn og tónlistarmanninn Jamie Webster sem hefur gefið út lagið. Það má sjá þessa litlu heimildarmynd hér fyrir neðan.Allez, Allez, Allez pic.twitter.com/Uz0GutI6g3 — B/R Football (@brfootball) May 8, 2019Textinn er ekki langur né flókinn en hann hitti algjörlega í mark hjá stuðningsmönnum Liverpool. Upphafið af vinsældum lagsins má rekja til Meistaradeildarævintýrsins í fyrra og nú er Liverpool liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Það má heyra meira og meira „Allez, Allez, Allez“ í hverjum leik og hann var mjög áberandi á Anfield í gærkvöldi á meðan leikmenn Liverpool unnu 4-0 sigur á einu besta liði heims. Barcelona réð ekkert við hungraða og hugaða leikmenn Liverpool sem náðu þessum ótrúlegu úrslitum án þess að vera með tvo af sínum öflugustu sóknarmönnum.Hér fyrir neðan má sjá textann við lagið.Allez, Allez, AllezWe've conquered all of Europe We're never going to stop From Paris down to Turkey We've won the fucking lot Bob Paisley and Bill Shankly The fields of Anfield Road We are loyal supporters And we come from Liverpool [Viðlag] Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Sjá meira
Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15
Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30
Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00