Sagan á bak við sönginn sem hefur slegið í gegn hjá Liverpool-samfélaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 13:00 Leikmenn Liverpool syngja með stuðningsmönnum sínum í leikslok í gær. Getty/Jan Kruger/Robbie Jay Barratt Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. Liverpool vann einn sinn magnaðasta sigur í 126 ára sögu félagsins í gær þegar liðið tryggði sig áfram í úrslitaleik meistaradeildarinna þrátt fyrir vonlitla stöðu þegar leikurinn var flautaður á. Það var vissulega áhrifamikil stund á Anfield í leikslok í gær þegar leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu sigrinum á Barcelona með því að syngja saman „You'll Never Walk Alone“ en það var annar minna þekktur söngur sem hljómaði allan leikinn á meðan leikmenn Liverpool yfirspiluðu Barcelona liðið. B/R Football setti saman stutta heimildarmynd um heitasta sönginn í Liverpool samfélaginu í dag og ræddi meðal annars við textahöfundinn og tónlistarmanninn Jamie Webster sem hefur gefið út lagið. Það má sjá þessa litlu heimildarmynd hér fyrir neðan.Allez, Allez, Allez pic.twitter.com/Uz0GutI6g3 — B/R Football (@brfootball) May 8, 2019Textinn er ekki langur né flókinn en hann hitti algjörlega í mark hjá stuðningsmönnum Liverpool. Upphafið af vinsældum lagsins má rekja til Meistaradeildarævintýrsins í fyrra og nú er Liverpool liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Það má heyra meira og meira „Allez, Allez, Allez“ í hverjum leik og hann var mjög áberandi á Anfield í gærkvöldi á meðan leikmenn Liverpool unnu 4-0 sigur á einu besta liði heims. Barcelona réð ekkert við hungraða og hugaða leikmenn Liverpool sem náðu þessum ótrúlegu úrslitum án þess að vera með tvo af sínum öflugustu sóknarmönnum.Hér fyrir neðan má sjá textann við lagið.Allez, Allez, AllezWe've conquered all of Europe We're never going to stop From Paris down to Turkey We've won the fucking lot Bob Paisley and Bill Shankly The fields of Anfield Road We are loyal supporters And we come from Liverpool [Viðlag] Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Nú er það ekki bara YNWA-söngurinn á Anfield heldur syngja stuðningsmennirnir líka aftur og aftur stemmningsönginn Allez, Allez, Allez. Liverpool vann einn sinn magnaðasta sigur í 126 ára sögu félagsins í gær þegar liðið tryggði sig áfram í úrslitaleik meistaradeildarinna þrátt fyrir vonlitla stöðu þegar leikurinn var flautaður á. Það var vissulega áhrifamikil stund á Anfield í leikslok í gær þegar leikmenn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu sigrinum á Barcelona með því að syngja saman „You'll Never Walk Alone“ en það var annar minna þekktur söngur sem hljómaði allan leikinn á meðan leikmenn Liverpool yfirspiluðu Barcelona liðið. B/R Football setti saman stutta heimildarmynd um heitasta sönginn í Liverpool samfélaginu í dag og ræddi meðal annars við textahöfundinn og tónlistarmanninn Jamie Webster sem hefur gefið út lagið. Það má sjá þessa litlu heimildarmynd hér fyrir neðan.Allez, Allez, Allez pic.twitter.com/Uz0GutI6g3 — B/R Football (@brfootball) May 8, 2019Textinn er ekki langur né flókinn en hann hitti algjörlega í mark hjá stuðningsmönnum Liverpool. Upphafið af vinsældum lagsins má rekja til Meistaradeildarævintýrsins í fyrra og nú er Liverpool liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Það má heyra meira og meira „Allez, Allez, Allez“ í hverjum leik og hann var mjög áberandi á Anfield í gærkvöldi á meðan leikmenn Liverpool unnu 4-0 sigur á einu besta liði heims. Barcelona réð ekkert við hungraða og hugaða leikmenn Liverpool sem náðu þessum ótrúlegu úrslitum án þess að vera með tvo af sínum öflugustu sóknarmönnum.Hér fyrir neðan má sjá textann við lagið.Allez, Allez, AllezWe've conquered all of Europe We're never going to stop From Paris down to Turkey We've won the fucking lot Bob Paisley and Bill Shankly The fields of Anfield Road We are loyal supporters And we come from Liverpool [Viðlag] Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez Allez
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15
Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30
Íslendingar á Anfield í sjokki eftir sigur Liverpool á Barcelona Liverpool vann ótrúlegan 4-0 sigur á Barcelona í síðari viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni og vann Barcelona þann leik 3-0. 8. maí 2019 15:30
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00