Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 11:30 LeBron James með Meistaradeildarbikarinn, Ætli hann mæti á úrslitaleikinn í Madrid? Getty/Andrew Powell Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. Stuðningsmenn Liverpool eru út um allan heim og sumir þeirra eru hetjur úr öðrum íþróttagreinum. Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James er ekki með í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í fjórtán ár og ætti því að hafa nægan tíma til að fylgjast með sínu félagi í enska boltanum. LeBron James eignaðist tveggja prósenta hlut í Liverpool árið 2011 og kostaði það hann um 6,5 milljónir dollara eða 796 milljónir íslenskra króna. James á enn þá þennan hlut en eftir frábært gengi Liverpool liðsins undanfarin ár þá er hlutur hans mikli verðmeiri í dag. Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð og háði harða baráttu við Manchester City um enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Bandaríski blaðamaðurinn Darren Rovell benti á það á Twitter að þessi tveggja prósenta hlutur LeBron James sé nú metinn á 35 milljónir dollara eða tæplega 4,3 milljarða íslenskra króna.Liverpool is going to the Champions League Final. LeBron owns 2% of the team. He paid $6.5 million for his original stake in 2011. Worth at least $35 million now. pic.twitter.com/mMtMlm6F7Q — Darren Rovell (@darrenrovell) May 7, 2019Það þýðir að hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast á þessum átta árum síðan að hann keypti í félaginu, farið úr 796 milljónum íslenskra króna upp í 4,3 milljarða. Ekki slæm ávöxtun þar á ferðinni. LeBron James fagnaði líka árangri sinna manna á Twitter eftir leikinn í gær.‼️‼️‼️‼️‼️‼️ AMAZING NIGHT FOR THE REDS. WOW‼️‼️ #YNWAhttps://t.co/n9tuwtaj8z — LeBron James (@KingJames) May 7, 2019Liverpool mætir annaðhvort Ajax eða Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 1. júní næstkomandi. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. Stuðningsmenn Liverpool eru út um allan heim og sumir þeirra eru hetjur úr öðrum íþróttagreinum. Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James er ekki með í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í fjórtán ár og ætti því að hafa nægan tíma til að fylgjast með sínu félagi í enska boltanum. LeBron James eignaðist tveggja prósenta hlut í Liverpool árið 2011 og kostaði það hann um 6,5 milljónir dollara eða 796 milljónir íslenskra króna. James á enn þá þennan hlut en eftir frábært gengi Liverpool liðsins undanfarin ár þá er hlutur hans mikli verðmeiri í dag. Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð og háði harða baráttu við Manchester City um enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Bandaríski blaðamaðurinn Darren Rovell benti á það á Twitter að þessi tveggja prósenta hlutur LeBron James sé nú metinn á 35 milljónir dollara eða tæplega 4,3 milljarða íslenskra króna.Liverpool is going to the Champions League Final. LeBron owns 2% of the team. He paid $6.5 million for his original stake in 2011. Worth at least $35 million now. pic.twitter.com/mMtMlm6F7Q — Darren Rovell (@darrenrovell) May 7, 2019Það þýðir að hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast á þessum átta árum síðan að hann keypti í félaginu, farið úr 796 milljónum íslenskra króna upp í 4,3 milljarða. Ekki slæm ávöxtun þar á ferðinni. LeBron James fagnaði líka árangri sinna manna á Twitter eftir leikinn í gær.‼️‼️‼️‼️‼️‼️ AMAZING NIGHT FOR THE REDS. WOW‼️‼️ #YNWAhttps://t.co/n9tuwtaj8z — LeBron James (@KingJames) May 7, 2019Liverpool mætir annaðhvort Ajax eða Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 1. júní næstkomandi.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30
Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn