Frjáls á bankastjórahæðinni? Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Það er umhugsunarverð staðreynd hversu fámennir aðalfundir lífeyrissjóða eru, þegar haft er í huga hversu mikilvæg lífeyrisréttindi eru sérhverjum einstaklingi. Í þeim lífeyrissjóðum þar sem ríkir sjóðfélagalýðræði mæta á bilinu, 0,1-0,4% sjóðfélaga á aðalfund. Það mætti kalla þverstæðu. Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ári brá hins vegar svo við að aðalfundurinn var óvenju fjölmennur. Fregnir af afskriftum vegna United Silicon vöktu upp áleitnar spurningar um fyrirkomulag sjóðsins inni í Arion banka. Í framhaldi af gagnrýnum anda ársfundarins hafa orðið nokkrar breytingar til góðs. Rekstrarsamningur sjóðsins við bankann er loksins sýnilegur sjóðfélögum. Framkvæmdastjóri sjóðsins er orðinn starfsmaður hans en áður var hann starfsmaður bankans. Þá stendur til að innri endurskoðun sé ekki framkvæmd af bankanum heldur af aðila ráðnum af sjóðnum. Þessu til viðbótar stendur til að taka upp rafrænar kosningar. Það kann að margfalda lýðræðisþátttökuna eins og reyndin hefur verið hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hins vegar eftir sem áður múlbundinn bankanum vegna eins lítils ákvæðis í samþykktum sjóðsins. Það ákvæði er númer 4.9. og mætti kalla „Bankatengda vistarbandið“, því það felur Arion banka daglegan rekstur sjóðsins. Slíkt samþykktarákvæði er ekki að finna hjá neinum öðrum lífeyrissjóði. En því má breyta á ársfundi. Það eru veigamikil rök fyrir því að stór lífeyrissjóður eigi ekki að binda trúss sitt við einn banka. Bankar eru í eðli sínu dýrar stofnanir. Kostnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins er drjúgum meiri en hjá keppinautum. Í öðru lagi er viðvarandi hætta á hagsmunaárekstrum eins og United Silicon fjárfestingin sýndi ljóslega. Í þriðja lagi gerir bankasambúðin það að verkum að tortryggja má allar fjárfestingar sjóðsins fyrir það eitt hvaðan ákvarðanirnar eru runnar. Tökum lítið dæmi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur dregist aftur úr keppinautum sínum í erlendum fjárfestingum. Og jafnvel þó að það kunni að eiga sér sínar eðlilegu skýringar þá vekur það samt upp spurningar vegna ólíkra hagsmuna banka og lífeyrissjóðs. Í fjórða lagi verður úrval fjárfestingarkosta alltaf einsleitara þegar horft er yfir fjárfestingarsviðið úr aðeins einum bankaturni. Fleira má telja. Arion banki er í harðri samkeppni við Frjálsa um viðbótarlífeyrissparnað með afurð sinni „Lífeyrisauka“. Mín reynsla er sú að of mikill tími stjórnarfunda fari í umfjöllun sem hlýst af sambúðinni við bankann. Það bitnar á ýmsum mikilvægum málum. Svo venst það einkar illa að sitja stjórnarfundi í „frjálsum“ lífeyrissjóði á bankastjórahæðinni í Borgartúni og mér er til efs að það sé sjálfstæðri hugsun stjórnarmanna til heilla. Mánudaginn 13. maí verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í höfuðstöðvum Arion banka. Í fyrsta sinn kjósa sjóðfélagar alla stjórnarmenn, í þetta skiptið 5 einstaklinga. Margir lífeyrissjóðir setja í samþykktir sínar hámarkslengd á stjórnarsetu, 8-12 ár, og miðað við það er kominn tími á endurnýjun í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Tillögur að samþykktabreytingum liggja fyrir fundinum. Þar hef ég m.a. lagt fram tillögu um að bundið verði í samþykktir að framkvæmdastjóri verði ráðinn af sjóðnum, stjórn sé heimilt að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins í heild eða að hluta – og að rekstrarsamningur skuli birtur. Ef samþykkt verður yrði sjóðurinn ekki lengur bundinn Arion banka heldur væri frjálst að leita hagstæðustu tilboða um þá þætti daglegs rekstrar sem talin væri ástæða til að útvista hverju sinni. Ég hvet alla sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum til að mæta á fundinn og nýta atkvæði sín. Valið stendur um fortíðina eða framtíðina. Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns. Það er tímabært að þessi sjóður fái staðið undir nafni á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarverð staðreynd hversu fámennir aðalfundir lífeyrissjóða eru, þegar haft er í huga hversu mikilvæg lífeyrisréttindi eru sérhverjum einstaklingi. Í þeim lífeyrissjóðum þar sem ríkir sjóðfélagalýðræði mæta á bilinu, 0,1-0,4% sjóðfélaga á aðalfund. Það mætti kalla þverstæðu. Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins fyrir ári brá hins vegar svo við að aðalfundurinn var óvenju fjölmennur. Fregnir af afskriftum vegna United Silicon vöktu upp áleitnar spurningar um fyrirkomulag sjóðsins inni í Arion banka. Í framhaldi af gagnrýnum anda ársfundarins hafa orðið nokkrar breytingar til góðs. Rekstrarsamningur sjóðsins við bankann er loksins sýnilegur sjóðfélögum. Framkvæmdastjóri sjóðsins er orðinn starfsmaður hans en áður var hann starfsmaður bankans. Þá stendur til að innri endurskoðun sé ekki framkvæmd af bankanum heldur af aðila ráðnum af sjóðnum. Þessu til viðbótar stendur til að taka upp rafrænar kosningar. Það kann að margfalda lýðræðisþátttökuna eins og reyndin hefur verið hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er hins vegar eftir sem áður múlbundinn bankanum vegna eins lítils ákvæðis í samþykktum sjóðsins. Það ákvæði er númer 4.9. og mætti kalla „Bankatengda vistarbandið“, því það felur Arion banka daglegan rekstur sjóðsins. Slíkt samþykktarákvæði er ekki að finna hjá neinum öðrum lífeyrissjóði. En því má breyta á ársfundi. Það eru veigamikil rök fyrir því að stór lífeyrissjóður eigi ekki að binda trúss sitt við einn banka. Bankar eru í eðli sínu dýrar stofnanir. Kostnaður Frjálsa lífeyrissjóðsins er drjúgum meiri en hjá keppinautum. Í öðru lagi er viðvarandi hætta á hagsmunaárekstrum eins og United Silicon fjárfestingin sýndi ljóslega. Í þriðja lagi gerir bankasambúðin það að verkum að tortryggja má allar fjárfestingar sjóðsins fyrir það eitt hvaðan ákvarðanirnar eru runnar. Tökum lítið dæmi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur dregist aftur úr keppinautum sínum í erlendum fjárfestingum. Og jafnvel þó að það kunni að eiga sér sínar eðlilegu skýringar þá vekur það samt upp spurningar vegna ólíkra hagsmuna banka og lífeyrissjóðs. Í fjórða lagi verður úrval fjárfestingarkosta alltaf einsleitara þegar horft er yfir fjárfestingarsviðið úr aðeins einum bankaturni. Fleira má telja. Arion banki er í harðri samkeppni við Frjálsa um viðbótarlífeyrissparnað með afurð sinni „Lífeyrisauka“. Mín reynsla er sú að of mikill tími stjórnarfunda fari í umfjöllun sem hlýst af sambúðinni við bankann. Það bitnar á ýmsum mikilvægum málum. Svo venst það einkar illa að sitja stjórnarfundi í „frjálsum“ lífeyrissjóði á bankastjórahæðinni í Borgartúni og mér er til efs að það sé sjálfstæðri hugsun stjórnarmanna til heilla. Mánudaginn 13. maí verður ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins haldinn í höfuðstöðvum Arion banka. Í fyrsta sinn kjósa sjóðfélagar alla stjórnarmenn, í þetta skiptið 5 einstaklinga. Margir lífeyrissjóðir setja í samþykktir sínar hámarkslengd á stjórnarsetu, 8-12 ár, og miðað við það er kominn tími á endurnýjun í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Tillögur að samþykktabreytingum liggja fyrir fundinum. Þar hef ég m.a. lagt fram tillögu um að bundið verði í samþykktir að framkvæmdastjóri verði ráðinn af sjóðnum, stjórn sé heimilt að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins í heild eða að hluta – og að rekstrarsamningur skuli birtur. Ef samþykkt verður yrði sjóðurinn ekki lengur bundinn Arion banka heldur væri frjálst að leita hagstæðustu tilboða um þá þætti daglegs rekstrar sem talin væri ástæða til að útvista hverju sinni. Ég hvet alla sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum til að mæta á fundinn og nýta atkvæði sín. Valið stendur um fortíðina eða framtíðina. Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns. Það er tímabært að þessi sjóður fái staðið undir nafni á ný.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun