Gamli Þingvallavegurinn fái veglegri sess með friðlýsingu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2019 08:00 Horft austur Gamla Þingvallaveginn. Mynd/Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar Minjastofnun vinnur nú að því með þremur sveitarfélögum að Gamli Þingvallavegurinn frá því á 19. öld verði friðlýstur. „Vegna aldurs síns er vegurinn friðaður samkvæmt lögum en vert er að skoða hvort ekki sé ástæða til að ganga lengra og friðlýsa hann. Með friðlýsingu fengi Gamli Þingvallavegurinn veglegri sess, hann yrði merktur og vakin athygli á honum sem merkum menningarminjum,“ segir í minnisblaði Tómasar G. Gíslasonar, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, sem lagt var fram er bæjarstjórnin þar staðfesti vilja sinn í málinu. Í framhaldinu var málið borið undir yfirvöld í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð þar sem Gamli Þingvallavegurinn liggur einnig um lönd þeirra sveitarfélaga. „Að langstærstum hluta er leiðin á landi Mosfellsbæjar; sker svo norðurhorn Grímsnes- og Grafningshrepps við Klofningstjörn á stuttum kafla en fer þá yfir í Bláskógabyggð, í Vilborgarkeldu nálægt núverandi Þingvallavegi við Torfdalslæk,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, í samantekt um málið.Gamli Þingvallavegurinn er 15 til 20 kílómetrar.Fram kemur í minnisblaði Tómasar að seint á 19. öld hafi verið lagður vegur yfir endilanga Mosfellsheiði, frá Geithálsi við Suðurlandsveg og austur að Almannagjá. Vegurinn hafi verið geysimikið mannvirki á sinni tíð; upphlaðinn á köflum með vatnsræsum, brúm og vel hlöðnum vörðum. Hann sé vel varðveittur hestvagnavegur. „Hann markaði tímamót í samgöngusögu heiðarinnar og við hann var einnig hlaðið sæluhús úr tilhöggnu grágrýti. Eftir að önnur þjóðbraut var lögð yfir norðanverða heiðina til Þingvalla um 1930 var þessi leið aflögð að mestu og hlaut hún þá nafnið Gamli Þingvallavegurinn,“ rekur Tómas umhverfisstjóri. Nú liggur fyrir að afla þurfi upplýsinga um minjarnar og síðan fá ráðgefandi álit Fornminjanefndar áður en málið er kynnt almenningi og á endanum lagt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar um friðlýsingu eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Fornminjar Mosfellsbær Skipulag Þjóðgarðar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Minjastofnun vinnur nú að því með þremur sveitarfélögum að Gamli Þingvallavegurinn frá því á 19. öld verði friðlýstur. „Vegna aldurs síns er vegurinn friðaður samkvæmt lögum en vert er að skoða hvort ekki sé ástæða til að ganga lengra og friðlýsa hann. Með friðlýsingu fengi Gamli Þingvallavegurinn veglegri sess, hann yrði merktur og vakin athygli á honum sem merkum menningarminjum,“ segir í minnisblaði Tómasar G. Gíslasonar, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, sem lagt var fram er bæjarstjórnin þar staðfesti vilja sinn í málinu. Í framhaldinu var málið borið undir yfirvöld í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð þar sem Gamli Þingvallavegurinn liggur einnig um lönd þeirra sveitarfélaga. „Að langstærstum hluta er leiðin á landi Mosfellsbæjar; sker svo norðurhorn Grímsnes- og Grafningshrepps við Klofningstjörn á stuttum kafla en fer þá yfir í Bláskógabyggð, í Vilborgarkeldu nálægt núverandi Þingvallavegi við Torfdalslæk,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, í samantekt um málið.Gamli Þingvallavegurinn er 15 til 20 kílómetrar.Fram kemur í minnisblaði Tómasar að seint á 19. öld hafi verið lagður vegur yfir endilanga Mosfellsheiði, frá Geithálsi við Suðurlandsveg og austur að Almannagjá. Vegurinn hafi verið geysimikið mannvirki á sinni tíð; upphlaðinn á köflum með vatnsræsum, brúm og vel hlöðnum vörðum. Hann sé vel varðveittur hestvagnavegur. „Hann markaði tímamót í samgöngusögu heiðarinnar og við hann var einnig hlaðið sæluhús úr tilhöggnu grágrýti. Eftir að önnur þjóðbraut var lögð yfir norðanverða heiðina til Þingvalla um 1930 var þessi leið aflögð að mestu og hlaut hún þá nafnið Gamli Þingvallavegurinn,“ rekur Tómas umhverfisstjóri. Nú liggur fyrir að afla þurfi upplýsinga um minjarnar og síðan fá ráðgefandi álit Fornminjanefndar áður en málið er kynnt almenningi og á endanum lagt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar um friðlýsingu eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Fornminjar Mosfellsbær Skipulag Þjóðgarðar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent