Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2019 19:45 Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira