Nýr danskur hægriöfgaflokkur gæti komist á þing Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 13:04 Paludan hefur þegar skilað inn undirskriftum til að geta boðið fram í þingkosningum sem eiga að fara fram í síðasta lagi 17. júní. Vísir/EPA Skoðanakönnun í Danmörku bendir til þess að hægriöfgaflokkur sem hatast gegn íslamstrú gæti náð inn manni á þing í kosningum sem haldnar verða á næstu vikum. Leiðtogi flokksins hefur staðið fyrir mótmælum sem leysts hafa upp í óeirðir undanfarnar vikur. Harðlínuflokkur Rasmusar Paludan fengi 2,4 prósent atkvæða í þingkosningum á þessu ári ef marka má skoðanakönnun Voxmeter sem var birt í dag. Flokkar þurfa að fá að lágmarki tvö prósent til að geta náð mönnum inn á þing. Fylgið er þó innan skekkjumarka könnunarinnar sem voru 2,7 prósent. Tvær aðrar nýlegar kannanir hafa sýnt fylgi flokksins yfir tveimur prósentum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal stefnumála Harðlínuflokksins er að banna íslam í Danmörku og vísa hundruð þúsundum múslima úr landi. Paludan er frægur fyrir að birta áróður gegn íslam á samfélagsmiðlum og ýmsar uppákomur. Hann hefur meðal annars brennt Kóraninn, trúarrit múslima, stundum vafinn inn í fleskjur. Nýlega stóð Paludan fyrir mótmælum í Kaupmannahöfn sem enduðu í óeirðum og átökum á milli stuðningsmanna hans og andstæðinga. Lögreglan handtók 23 í mótmælunum í apríl. Paludan var dæmdur í fjórtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð talsmanns réttindahreyfingar blökkumanna fyrr á þessu ári. Hann hefur áfrýjað þeim dómi. Danmörk Tengdar fréttir Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27 Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Skoðanakönnun í Danmörku bendir til þess að hægriöfgaflokkur sem hatast gegn íslamstrú gæti náð inn manni á þing í kosningum sem haldnar verða á næstu vikum. Leiðtogi flokksins hefur staðið fyrir mótmælum sem leysts hafa upp í óeirðir undanfarnar vikur. Harðlínuflokkur Rasmusar Paludan fengi 2,4 prósent atkvæða í þingkosningum á þessu ári ef marka má skoðanakönnun Voxmeter sem var birt í dag. Flokkar þurfa að fá að lágmarki tvö prósent til að geta náð mönnum inn á þing. Fylgið er þó innan skekkjumarka könnunarinnar sem voru 2,7 prósent. Tvær aðrar nýlegar kannanir hafa sýnt fylgi flokksins yfir tveimur prósentum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal stefnumála Harðlínuflokksins er að banna íslam í Danmörku og vísa hundruð þúsundum múslima úr landi. Paludan er frægur fyrir að birta áróður gegn íslam á samfélagsmiðlum og ýmsar uppákomur. Hann hefur meðal annars brennt Kóraninn, trúarrit múslima, stundum vafinn inn í fleskjur. Nýlega stóð Paludan fyrir mótmælum í Kaupmannahöfn sem enduðu í óeirðum og átökum á milli stuðningsmanna hans og andstæðinga. Lögreglan handtók 23 í mótmælunum í apríl. Paludan var dæmdur í fjórtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð talsmanns réttindahreyfingar blökkumanna fyrr á þessu ári. Hann hefur áfrýjað þeim dómi.
Danmörk Tengdar fréttir Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27 Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27
Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54