Banaslysið við Álfhellu: Sviptur ökuréttindum ævilangt en fékk mótorhjólið skráð á sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 10:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem lést í umferðarslysi sem varð við Álfhellu í Hafnarfirði 24. maí 2017 hafði tveimur árum áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Fimmtán dögum áður en slysið varð hafði hann fengið Kawasaki GPZ 500S mótorhjólið sem hann ók skráð á sig. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að skoðað verði hvort hægt sé að koma í veg fyrir að ökumenn sem hafi verið sviptir ökuréttindum geti verið skráðir eigendur ökutækja án athugasemda.Slysið varð með þeim hætti að bíl sem ekið var vestur Álfhellu var beygt í veg fyrir mótorhjól sem kom á mikilli ferð úr gagnstæðri átt. Ökumaður mótorhjólsins, 25 ára gamall karlmaður, kastaðist af hjólinu í slysinu oglést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðarvegna áverka sem hann hlaut í slysinu.Hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindumÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysasem kom út á föstudag eru orsakir slyssins raktar til þess að ökumaður bílsins hafi beygt í veg fyrir mótorhjólið og að mótorhjólinu hafi verið ekið á of miklum hraða, en hraði mótorhjólsins rett fyrir slysið var reiknaður á bilinu 83 km/klst til 103 km/klst. Líklegasti hraði var metinn um 93 km/klst en hámarkshraði á Álfhellu er 50 kílómetrar.Frá vettvangi slyssins.Mynd/RNSAÞá er orsök slyssins einnig rakin til þess að ökumaður mótorhjólsins var ökuréttindalaus en í skýrslunni kemur fram að hann hafi ítrekað gerst sekur við umferðarlög og verið ítrekað sviptur ökuréttindum. Var hann sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2015. Þá hafði hann almenn ökuréttindi en hafði aldrei öðlast réttindi til að aka mótorhjóli.Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði eignast mótorhjólið fimmtán dögum fyrir slysið og fengið það skráð á nafn sitt sama dag. Er það mat Rannsóknarnefndar að taka þurfi til skoðunar hvort og þá hvernig megi koma í veg fyrir að einstaklingar sem ekki hafi aflað sér ökuréttinda eða hafi verið sviptir ökuréttindum ævilangt séu skráðir eigendur að ökutækjum án athugasemda.Er því beint til Samgönguráðuneytisins að taka það til skoðunar auk þess sem að brýnt er fyrir ökumönum að líta tvisvar eftir umferð áður en beygja er tekin fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Þá er einnig bent á að hraðakstur langt yfir leyfilegum ökuhraða valdi þeim sem hann stunda og öðrum vegfarendum mikilli hættu. Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér. Hafnarfjörður Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Hafnarfirði Bifhjól og pallbíll rákust saman. 29. maí 2017 13:28 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Karlmaður sem lést í umferðarslysi sem varð við Álfhellu í Hafnarfirði 24. maí 2017 hafði tveimur árum áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Fimmtán dögum áður en slysið varð hafði hann fengið Kawasaki GPZ 500S mótorhjólið sem hann ók skráð á sig. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að skoðað verði hvort hægt sé að koma í veg fyrir að ökumenn sem hafi verið sviptir ökuréttindum geti verið skráðir eigendur ökutækja án athugasemda.Slysið varð með þeim hætti að bíl sem ekið var vestur Álfhellu var beygt í veg fyrir mótorhjól sem kom á mikilli ferð úr gagnstæðri átt. Ökumaður mótorhjólsins, 25 ára gamall karlmaður, kastaðist af hjólinu í slysinu oglést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðarvegna áverka sem hann hlaut í slysinu.Hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindumÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysasem kom út á föstudag eru orsakir slyssins raktar til þess að ökumaður bílsins hafi beygt í veg fyrir mótorhjólið og að mótorhjólinu hafi verið ekið á of miklum hraða, en hraði mótorhjólsins rett fyrir slysið var reiknaður á bilinu 83 km/klst til 103 km/klst. Líklegasti hraði var metinn um 93 km/klst en hámarkshraði á Álfhellu er 50 kílómetrar.Frá vettvangi slyssins.Mynd/RNSAÞá er orsök slyssins einnig rakin til þess að ökumaður mótorhjólsins var ökuréttindalaus en í skýrslunni kemur fram að hann hafi ítrekað gerst sekur við umferðarlög og verið ítrekað sviptur ökuréttindum. Var hann sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2015. Þá hafði hann almenn ökuréttindi en hafði aldrei öðlast réttindi til að aka mótorhjóli.Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði eignast mótorhjólið fimmtán dögum fyrir slysið og fengið það skráð á nafn sitt sama dag. Er það mat Rannsóknarnefndar að taka þurfi til skoðunar hvort og þá hvernig megi koma í veg fyrir að einstaklingar sem ekki hafi aflað sér ökuréttinda eða hafi verið sviptir ökuréttindum ævilangt séu skráðir eigendur að ökutækjum án athugasemda.Er því beint til Samgönguráðuneytisins að taka það til skoðunar auk þess sem að brýnt er fyrir ökumönum að líta tvisvar eftir umferð áður en beygja er tekin fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Þá er einnig bent á að hraðakstur langt yfir leyfilegum ökuhraða valdi þeim sem hann stunda og öðrum vegfarendum mikilli hættu. Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér.
Hafnarfjörður Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Hafnarfirði Bifhjól og pallbíll rákust saman. 29. maí 2017 13:28 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira