Krefja þýsk stjórnvöld svara um Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. maí 2019 07:45 [Burðarmynd með smá súmmeringu inn á Schutz í hvítu skyrtunni) Frá blaðamannafundi um lausn Geirfinnsmálsins 1977. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45