40% ökunema falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 20:35 Hlutfall þeirra sem falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið hefur aukist frá árunum 2017 og 2016. Vísir/Vilhelm 40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar. Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar.
Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira