Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 11:41 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í sendiráði Ekvador í London í síðasta mánuði. AP/Matt Dunham Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Þá hafði Assange haldið til í sendiráðinu frá því í júní 2012. Hann var dæmdur í 50 vikna fangelsi í gær fyrir að mæta ekki fyrir dómara eins og honum hafði verið gert að gera þegar hann flúði í sendiráðið. Þá stóðu yfir réttarhöld vegna framsalsbeiðni yfirvalda í Svíþjóð sem sóttust eftir Assange sem var grunaður um kynferðisbrot þar í landi. Hann óttaðist að vera framseldur frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Svíar ákváðu á endanum að hætta að eltast við Assange þar sem saksóknarar töldu einkar ólíklegt að þeir kæmu höndum yfir hann. Sú ákvörðun var ekki til marks um að Assange hafi verið hreinsaður af sök. Tvö brotanna sem hann var sakaður um eru fyrnd en nauðgunarákæra er það ekki. Sænskir saksóknarar lýstu því yfir í síðasta mánuði að verið væri að skoða hvort opna ætti málið að nýju. Hópur breskra þingmanna hefur lýst því yfir að réttast væri að setja framsal Assange til Svíþjóðar í forgang, muni þeir fara fram á framsal. Assange var þó enn eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Bandaríkin hafa nú ákært Assange fyrir að hafa hjálpað Manning að reyna að brjóta sér leið inn í tölvu herafla Bandaríkjanna og byggir framsalsbeiðni þeirra á því. Við réttarhöldin í dag var Assange spurður hvort hann samþykkti að verða framseldur til Bandaríkjanna. Assange er í fangelsi og svaraði í gegnum myndbandsútendingu og sagðist mótfallinn framsali. Málaferlunum var frestað til 30. maí en málaflutningur mun ekki hefjast fyrr en þann 12. júní. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu 14. apríl 2019 11:15 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. Hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London þann ellefta maí eftir að ríkisstjórn landsins felldi niður hæli hans. Þá hafði Assange haldið til í sendiráðinu frá því í júní 2012. Hann var dæmdur í 50 vikna fangelsi í gær fyrir að mæta ekki fyrir dómara eins og honum hafði verið gert að gera þegar hann flúði í sendiráðið. Þá stóðu yfir réttarhöld vegna framsalsbeiðni yfirvalda í Svíþjóð sem sóttust eftir Assange sem var grunaður um kynferðisbrot þar í landi. Hann óttaðist að vera framseldur frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Svíar ákváðu á endanum að hætta að eltast við Assange þar sem saksóknarar töldu einkar ólíklegt að þeir kæmu höndum yfir hann. Sú ákvörðun var ekki til marks um að Assange hafi verið hreinsaður af sök. Tvö brotanna sem hann var sakaður um eru fyrnd en nauðgunarákæra er það ekki. Sænskir saksóknarar lýstu því yfir í síðasta mánuði að verið væri að skoða hvort opna ætti málið að nýju. Hópur breskra þingmanna hefur lýst því yfir að réttast væri að setja framsal Assange til Svíþjóðar í forgang, muni þeir fara fram á framsal. Assange var þó enn eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Bandaríkin hafa nú ákært Assange fyrir að hafa hjálpað Manning að reyna að brjóta sér leið inn í tölvu herafla Bandaríkjanna og byggir framsalsbeiðni þeirra á því. Við réttarhöldin í dag var Assange spurður hvort hann samþykkti að verða framseldur til Bandaríkjanna. Assange er í fangelsi og svaraði í gegnum myndbandsútendingu og sagðist mótfallinn framsali. Málaferlunum var frestað til 30. maí en málaflutningur mun ekki hefjast fyrr en þann 12. júní.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu 14. apríl 2019 11:15 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu 14. apríl 2019 11:15
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00