505 mánaða bið gæti endað í Seljaskólanum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 13:30 Matthías Orri Sigurðarson fagnar Sigurkarli Jóhannssyni eftir að sá síðarnefndi skoraði sigurkörfuna í leik þrjú. Vísir/Vilhelm Laugardaginn 26. mars 1977 tryggðu ÍR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fimmtánda sinn. Þá voru „bara“ 23 ár liðin frá því að sjá fyrsti kom í hús vorið 1954. Síðan eru liðin 42 ár en Íslandsmeistaratitlarnir hjá ÍR-liðinu eru enn bara fimmtán talsins. 505 mánaða bið ÍR-inga gæti aftur á móti loksins verið á enda í kvöld þegar ÍR-liðið tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla. ÍR er 2-1 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en fjóra áratugi. ÍR hélt upp á 70 ára afmælið sitt fimmtán dögum áður en fimmtándi Íslandsmeistaratitilinn vannst í mars 1977 og var því um úrvals afmælisgjöf að ræða. ÍR varð 112 ára 11. mars síðastliðinn. Síðasti þjálfarinn til að gera ÍR að Íslandsmeisturum var Þorsteinn Hallgrímsson sem var spilandi þjálfari liðsins veturinn 1976-77. Hann vann þá sinn níunda Íslandsmeistaratitil og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Þorsteinn hafði einnig orðið fjórum sinnum danskur meistari og vann því þrettán meistaratitla á átján tímabilum á Íslandi og í Danmörku. Besti leikmaður ÍR á síðasta meistaratímabili félagsins var án efa Kristinn Jörundsson sem var kosinn besti leikmaður tímabilsins. Hann skoraði meðal annars 35 stig í leiknum þegar ÍR-liðið tryggði sér endanlega titilinn. Í ÍR-liðinu var einnig Agnar Friðriksson sem þá varð Íslandsmeistari í tíunda skiptið sem ÍR sem er árangur sem aðeins einn karlmaður hefur jafnað (Teitur Örlygsson) en enginn slegið. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála.Lengsta bið starfandi félaga eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla: 43 ár - Ármann (1976-)42 ár - ÍR (1977-) 36 ár - Valur (1983-) 31 ár - Haukar (1988-) 13 ár - Njarðvík (2006-) 11 ár - Keflavík (2008-) 9 ár - Snæfell (2010-) 6 ár - Grindavík (2013-) - ÍKF (61 ár) og ÍS (60 ár) hafa einnig unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Laugardaginn 26. mars 1977 tryggðu ÍR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fimmtánda sinn. Þá voru „bara“ 23 ár liðin frá því að sjá fyrsti kom í hús vorið 1954. Síðan eru liðin 42 ár en Íslandsmeistaratitlarnir hjá ÍR-liðinu eru enn bara fimmtán talsins. 505 mánaða bið ÍR-inga gæti aftur á móti loksins verið á enda í kvöld þegar ÍR-liðið tekur á móti KR í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Domino´s deildar karla. ÍR er 2-1 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en fjóra áratugi. ÍR hélt upp á 70 ára afmælið sitt fimmtán dögum áður en fimmtándi Íslandsmeistaratitilinn vannst í mars 1977 og var því um úrvals afmælisgjöf að ræða. ÍR varð 112 ára 11. mars síðastliðinn. Síðasti þjálfarinn til að gera ÍR að Íslandsmeisturum var Þorsteinn Hallgrímsson sem var spilandi þjálfari liðsins veturinn 1976-77. Hann vann þá sinn níunda Íslandsmeistaratitil og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Þorsteinn hafði einnig orðið fjórum sinnum danskur meistari og vann því þrettán meistaratitla á átján tímabilum á Íslandi og í Danmörku. Besti leikmaður ÍR á síðasta meistaratímabili félagsins var án efa Kristinn Jörundsson sem var kosinn besti leikmaður tímabilsins. Hann skoraði meðal annars 35 stig í leiknum þegar ÍR-liðið tryggði sér endanlega titilinn. Í ÍR-liðinu var einnig Agnar Friðriksson sem þá varð Íslandsmeistari í tíunda skiptið sem ÍR sem er árangur sem aðeins einn karlmaður hefur jafnað (Teitur Örlygsson) en enginn slegið. Fjórði leikur ÍR og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld í Hertz Hellinum í Seljaskóli en útsending Domino´s Körfuboltakvölds byrjar 19.15. Eftir leikinn og í hálfleik munu strákarnir í Körfuboltakvöldi síðan fara yfir gang mála.Lengsta bið starfandi félaga eftir Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla: 43 ár - Ármann (1976-)42 ár - ÍR (1977-) 36 ár - Valur (1983-) 31 ár - Haukar (1988-) 13 ár - Njarðvík (2006-) 11 ár - Keflavík (2008-) 9 ár - Snæfell (2010-) 6 ár - Grindavík (2013-) - ÍKF (61 ár) og ÍS (60 ár) hafa einnig unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira