Repjuolía á íslenska skipaflotann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2019 19:15 Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur. Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hægt væri að knýja allan íslenska skipaflotann með repjuolíu en þá þyrfti ræktunin að fara fram á hundrað og sextíu þúsund hekturum hjá bændum um allt land. Í dag er verið að rækta repju á um hundrað og fimmtíu hekturum. Olían kemur úr fræjum plöntunnar. Um 30 háskólanemendur frá Bandaríkjunum og Kanada, sem allir eru að læra orkuverkfræði í nokkrum háskólum, komu nýlega saman á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum til að hlusta á fyrirlestur hjá Jóni Bernódussyni, verkfræðingi hjá Samgöngustofu, um kosti þess að rækta repju í miklu mæli á Íslandi og framleiða úr fræjum hennar repjuolíu, sem umhverfisvænan orkugjafa. Jón segir að nú þurfi að vinna markvisst að því að knýja íslenska skipaflotann á olíu úr repju. „Olían myndi passa þar ágætlega inn því hún er með svo til sama orkugildi og venjulegur dísill þannig að það yrði ekki vandamál. Eina vandamálið í rauninni er að rækta repjuna hér en við þyrftum fyrir skipaflotann eitthvað í kringum 160 þúsund hektara, sem er einhver flötur sem væri 40 x 40 kílómetrar, sem er nú kannski ekkert mjög stór en það myndi duga fyrir allan íslenska skipaflotann og vélarnir í skipunum geta tekið við þessari olíu án þess að gerðar séu á þeim breytingar,“ segir Jón. Jón sagði háskólanemendum allt um repju og ræktun hennar í fyrirlestrasalnum á Þorvaldseyri.Magnús Hlynur„Við höfum aðstöðuna núna hér á Íslandi til þess að gera þessa ræktun. Við getum byrjað á því að rækta upp sandana og síðan sett repjuna þar á eftir þannig að við lítum á þetta verkefni til fimm til tíu ára. Í raun og veru ætti þetta að takast því vélarnar taka við þessu, olían er þekkt og í raun og veru er ekkert annað að gera en að setja þetta í gang,“ bætir Jón við. Áður en háskólanemendurnir settu repjuolíuna á rútuna sem þeir komu í á Þorvaldseyri fengu þeir að smakka á olíunni.Magnús HlynurJón sýndi háskólanemendunum tækin til að pressa olíuna á Þorvaldseyri og allir fengu að smakka á olíunni. Þá setti hann repjuolíu á rútuna sem keyrði nemendurna og skálaði við þau þess á milli. Að því loknu sýndu bændurnir á Þorvaldseyri hópnum hvernig olían getur nýst á vélarnar á bænum. „Það merkilega við repjuna er að þetta er olía sem er framleidd á Íslandi og hún gengur vélar,“ segir Jón kampakátur.
Landbúnaður Rangárþing eystra Sjávarútvegur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira