Úlfarnir í Evrópu í fyrsta skipti í nærri fjörutíu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 21:45 Úlfarnir gætu mætt til Íslands í sumar vísir/getty Stuðningsmenn Manchester City fögnuðu ákaft þegar þeirra menn unnu öruggan sigur á Watford í bikarúrslitunum á Wembley í dag. Þeir voru hins vegar ekki þeir einu sem fögnuðu sigri City. Stuðningsmenn bæði Wolves og Manchester United hafa haldið með City í þessum leik, þeir síðarnefndu kannski með aðeins meiri trega þar sem nágrannaástin er ekki mikil. Bikarúrslitaleikurinn hafði nefnilega mikil áhrif á dreifingu Evrópusætanna í Englandi. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeildinni fara í Meistaradeild Evrópu, liðin sem lenda í fimmta og sjötta sæti fara í Evrópudeildina. Það gerir bikarmeistarinn líka. Þar sem Manchester City er nú þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina sem Englandsmeistari fær liðið í sjöunda sæti í deildinni einnig sæti í Evrópudeildinni. Úlfarnir lentu í sjöunda sæti eftir mjög gott tímabil og þeir fengu því Evrópusæti í dag. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið 1980 sem Úlfarnir spila í Evrópu. Ástæða þess að Manchester United fagnar sigri bláu nágrannanna er að núna kemur United inn í Evrópudeildina seinna en þeir hefðu gert ef Watford hefði hirt bikarmeistaratitilinn. Síðasta enska liðið inn í Evrópudeildina, sem núna er Wolves, byrjar strax í annari umferð forkeppninnar. Hún er leikin í júlí og hefði sett stórt strik í reikninginn á undirbúningstímabili United, en United er búið að skipuleggja æfingaleik við Tottenham sama dag og önnur umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefst. Íslenskir stuðningsmenn Manchester United gætu þó haft blendnar tilfinningar um þessi úrslit. Síðustu ár hafa íslensk lið verið í pottinum í annari umferð forkeppninnar og því hefði verið möguleiki á að fá Ole Gunnar Solskjær og lærisveina í heimsókn í sumar. Þar sem United fer beint inn í riðlakeppnina miðað við úrslit dagsins þýðir ekkert annað fyrir íslensku liðin en að komast þangað inn til þess að eiga möguleikann á að etja kappi við rauðu djöflana. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester City fögnuðu ákaft þegar þeirra menn unnu öruggan sigur á Watford í bikarúrslitunum á Wembley í dag. Þeir voru hins vegar ekki þeir einu sem fögnuðu sigri City. Stuðningsmenn bæði Wolves og Manchester United hafa haldið með City í þessum leik, þeir síðarnefndu kannski með aðeins meiri trega þar sem nágrannaástin er ekki mikil. Bikarúrslitaleikurinn hafði nefnilega mikil áhrif á dreifingu Evrópusætanna í Englandi. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeildinni fara í Meistaradeild Evrópu, liðin sem lenda í fimmta og sjötta sæti fara í Evrópudeildina. Það gerir bikarmeistarinn líka. Þar sem Manchester City er nú þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina sem Englandsmeistari fær liðið í sjöunda sæti í deildinni einnig sæti í Evrópudeildinni. Úlfarnir lentu í sjöunda sæti eftir mjög gott tímabil og þeir fengu því Evrópusæti í dag. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið 1980 sem Úlfarnir spila í Evrópu. Ástæða þess að Manchester United fagnar sigri bláu nágrannanna er að núna kemur United inn í Evrópudeildina seinna en þeir hefðu gert ef Watford hefði hirt bikarmeistaratitilinn. Síðasta enska liðið inn í Evrópudeildina, sem núna er Wolves, byrjar strax í annari umferð forkeppninnar. Hún er leikin í júlí og hefði sett stórt strik í reikninginn á undirbúningstímabili United, en United er búið að skipuleggja æfingaleik við Tottenham sama dag og önnur umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefst. Íslenskir stuðningsmenn Manchester United gætu þó haft blendnar tilfinningar um þessi úrslit. Síðustu ár hafa íslensk lið verið í pottinum í annari umferð forkeppninnar og því hefði verið möguleiki á að fá Ole Gunnar Solskjær og lærisveina í heimsókn í sumar. Þar sem United fer beint inn í riðlakeppnina miðað við úrslit dagsins þýðir ekkert annað fyrir íslensku liðin en að komast þangað inn til þess að eiga möguleikann á að etja kappi við rauðu djöflana.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira