Komin þreyta í íslenska hópinn Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 18:30 Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“ Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“
Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira