Handhafi dýrmætasta minjagrips Íslands í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 09:37 Peter Fenner ásamt Einari Hrafni Stefánssyni sem skrifaði að sjálfsögðu á fánann. Vísir/Kolbeinn Tumi Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner
Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira