Borgin og fyrirtæki hennar fjárfesta fyrir tvö hundruð milljarða næstu ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2019 19:00 Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu hyggjast fjárfesta í innviðum fyrir tæpa tvö hundruð milljarða næstu fimm ár. Meðal verkefna er nýr hafnarbakki við Klepp, íþróttauppbygging ÍR og nýjar höfuðstöðvar Strætó. Borgarstjóri segir meiri slaka í efnahagslífinu auka þrýsting á fjárfestingar hjá hinu opinbera. Sjaldan eða aldrei hafa fyrirhugaðar fjárfestingar Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar í innviðum verið eins miklar og í ár eða alls tæpir fjörtíu og níu milljarða króna. Þá er gert ráð fyrir gríðarlegri fjárfestingu á næstu árum fimm árum en samanlagt verður fjárfest fyrir tæpa tvöhundruð milljarða. Það er þó nokkuð meira en Reykjavíkurborg kynnti á síðasta ári. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir mikilvægt að hið opinbera fjárfesti á tímum slaka í efnahagslífinu. „Það skiptir mjög miklu máli að við höldum dampi, að það verði ekki neikvæð þróun þar sem allir halda að sér höndum. Þess vegna eru skilaboð mín til fjárfesta, fyrirtækja og einstaklinga að næstu misseri verða góð ár vegna slaka annars staðar í efnahagslífinu og við erum með fullt af góðum fjárfestingarverkefnum,“ segir Dagur. Dagur segir um að ræða eitt mesta uppbyggingaskeið í sögu borgarinnar. Á þessu ári erum að fjárfesta fyrir um 20 milljarða beint úr borgarsjóði, auðvitað í skólum, leikskólum og sundlaugum og slíku en ekki síst á uppbyggingasvæðum borgarinnar. Og síðan er annað eins og koma frá veitufyrirtækjum okkar og höfninni í fjárfestingar. Þannig að við erum að beita bæði borginni og fyrirtækum hennar til að fjárfesta með atvinnulífinu og einstaklingum,“ segir hann. Meðal stærri framkvæmda sem ráðist verður í á tímabilinu er nýr hafnarbaki við Klepp, uppbygging á íþróttasvæði ÍR í Breiðholti og nýjar höfuðstöðvar Strætó á Hesthálsi. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu hyggjast fjárfesta í innviðum fyrir tæpa tvö hundruð milljarða næstu fimm ár. Meðal verkefna er nýr hafnarbakki við Klepp, íþróttauppbygging ÍR og nýjar höfuðstöðvar Strætó. Borgarstjóri segir meiri slaka í efnahagslífinu auka þrýsting á fjárfestingar hjá hinu opinbera. Sjaldan eða aldrei hafa fyrirhugaðar fjárfestingar Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar í innviðum verið eins miklar og í ár eða alls tæpir fjörtíu og níu milljarða króna. Þá er gert ráð fyrir gríðarlegri fjárfestingu á næstu árum fimm árum en samanlagt verður fjárfest fyrir tæpa tvöhundruð milljarða. Það er þó nokkuð meira en Reykjavíkurborg kynnti á síðasta ári. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir mikilvægt að hið opinbera fjárfesti á tímum slaka í efnahagslífinu. „Það skiptir mjög miklu máli að við höldum dampi, að það verði ekki neikvæð þróun þar sem allir halda að sér höndum. Þess vegna eru skilaboð mín til fjárfesta, fyrirtækja og einstaklinga að næstu misseri verða góð ár vegna slaka annars staðar í efnahagslífinu og við erum með fullt af góðum fjárfestingarverkefnum,“ segir Dagur. Dagur segir um að ræða eitt mesta uppbyggingaskeið í sögu borgarinnar. Á þessu ári erum að fjárfesta fyrir um 20 milljarða beint úr borgarsjóði, auðvitað í skólum, leikskólum og sundlaugum og slíku en ekki síst á uppbyggingasvæðum borgarinnar. Og síðan er annað eins og koma frá veitufyrirtækjum okkar og höfninni í fjárfestingar. Þannig að við erum að beita bæði borginni og fyrirtækum hennar til að fjárfesta með atvinnulífinu og einstaklingum,“ segir hann. Meðal stærri framkvæmda sem ráðist verður í á tímabilinu er nýr hafnarbaki við Klepp, uppbygging á íþróttasvæði ÍR í Breiðholti og nýjar höfuðstöðvar Strætó á Hesthálsi.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira