Sýknudómi yfir lögreglumanni vegna heimilisofbeldis snúið við Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 17:30 Frá Landsrétti. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin. Dómsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin.
Dómsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira