Sýknudómi yfir lögreglumanni vegna heimilisofbeldis snúið við Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 17:30 Frá Landsrétti. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin. Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði lögreglumann af ákæru um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni og dóttur. Lögreglumaðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni í þvottahúsi á heimili þeirra í desember árið 2016 og slegið hana í andlit eða hrint henni þannig að hún féll á borð. Hann hafi haldið henni liggjandi á bakinu á borðinu þar til hún féll í gólfið. Konan hlaut ýmis konar eymsli og mar af árásinni. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfarið veist að dóttur sinni. Hann var sakaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefum beggja handa í bringuna þannig að hún lenti með bakið í vegg. Þá hafi hann tekið með báðum höndum í slopp stúlkunnar og ýtt henni í gólfið. Þar hélt maðurinn áfram þéttingsfast um sloppinn við bringu og þrýsti hné sínu í hægra læri hennar. Stúlkan hlaut mar og eymsli. Lögreglumaðurinn gerði kröfu um að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að lögreglustjóri hefði verið vanhæfur til að fara með rannsókn málsins. Þeirri kröfu var vísað frá bæði í héraði og í Landsrétti. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði lögreglumanninn í maí í fyrra en tveir dómarar af þremur við Landsrétt komst að annarri niðurstöðu í dag. Þær Ingveldur Einarsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir dæmdu hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina á dótturina og fyrir að hafa hrint eiginkonu sinni og haldið henni. Jóhannes Sigurðsson skilaði sératkvæði í málinu. Hann var sammála þeim Ingveldi og Ragnheiði um að hafna frávísunarkröfu mannsins en hann vildi aftur á móti sýkna hann af ákærunum. Taldi hann ekki hafið yfir allan skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um brotin.
Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira