Ekki bara listamaður heldur tvíkynhneigð manneskja sem stendur fyrir margt Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 11:00 Duncan Laurence dvelur á sama hóteli og íslenski hópurinn. Getty/Guy Prives Hollendingurinn Duncan Laurence hefur unnið hug og hjörtu á Eurovision í Tel Aviv og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann standi uppi sem sigurvegari í keppninni. Lag hans Arcade nýtur mikilla vinsælda og er í sérflokki hjá veðbönkum með 44% sigurlíkur á meðan næstu þjóðir rétt slefa í tveggja stafa prósentu tölu. Duncan var spurður að því á blaðamannafundi eftir seinni undanúrslitariðilinn í gær hvernig tilfinning það væri að vera spáð sigri. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég segi þetta aftur og aftur en það er mikill heiður þegar fólk vill sjá þig vinna. Það eru bestu mögulegu viðbrögð þegar þú ert í Eurovision,“ sagði Laurence.Bætti hann við að hann hefði verið mjög stressaður fyrir kvöldinu en þakkaði teymi sínu kærlega fyrir alla aðstoðina. Segja má að stjarna Laurence sé að skína í fyrsta skipti. Hann hefur keppt í The Voice og samið smella sem náði vinsældum í Suður-Kóreu en hvað Holland og heimalandið varðar er Laurence fyrst að verða frægur. „Áður en þetta byrjaði allt saman var ég lagahöfundur sem samdi lög í svefnherberginu. Nú get ég sýnt mig sem listamann en einnig manneskju. Ég er meira en listamaður. Ég er manneskja, ég er tvíkynhneigður, ég er tónlistarmaður og ég stend fyrir hluti. Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að sýna hver og hvað ég er.“ Laurence á kærasta en hann greindi frá tvíkynhneigð sinni fyrir tveimur árum. „Það var besta ákvörðun mín í lífinu. Ekki af því ég vildi geta leikið mér bæði með stelpum og strákum, ekki af því ég get ekki valið á milli heldur algörlega öfugt. Val mitt er skýrt. Ég verð ástfanginn af manneskju. Mikið er ég ánægður að hafa fundið þá manneskju fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Duncan í viðtali í janúar. Eurovision Holland Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Hollendingurinn Duncan Laurence hefur unnið hug og hjörtu á Eurovision í Tel Aviv og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann standi uppi sem sigurvegari í keppninni. Lag hans Arcade nýtur mikilla vinsælda og er í sérflokki hjá veðbönkum með 44% sigurlíkur á meðan næstu þjóðir rétt slefa í tveggja stafa prósentu tölu. Duncan var spurður að því á blaðamannafundi eftir seinni undanúrslitariðilinn í gær hvernig tilfinning það væri að vera spáð sigri. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Ég segi þetta aftur og aftur en það er mikill heiður þegar fólk vill sjá þig vinna. Það eru bestu mögulegu viðbrögð þegar þú ert í Eurovision,“ sagði Laurence.Bætti hann við að hann hefði verið mjög stressaður fyrir kvöldinu en þakkaði teymi sínu kærlega fyrir alla aðstoðina. Segja má að stjarna Laurence sé að skína í fyrsta skipti. Hann hefur keppt í The Voice og samið smella sem náði vinsældum í Suður-Kóreu en hvað Holland og heimalandið varðar er Laurence fyrst að verða frægur. „Áður en þetta byrjaði allt saman var ég lagahöfundur sem samdi lög í svefnherberginu. Nú get ég sýnt mig sem listamann en einnig manneskju. Ég er meira en listamaður. Ég er manneskja, ég er tvíkynhneigður, ég er tónlistarmaður og ég stend fyrir hluti. Ég er stoltur af því að fá tækifæri til að sýna hver og hvað ég er.“ Laurence á kærasta en hann greindi frá tvíkynhneigð sinni fyrir tveimur árum. „Það var besta ákvörðun mín í lífinu. Ekki af því ég vildi geta leikið mér bæði með stelpum og strákum, ekki af því ég get ekki valið á milli heldur algörlega öfugt. Val mitt er skýrt. Ég verð ástfanginn af manneskju. Mikið er ég ánægður að hafa fundið þá manneskju fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Duncan í viðtali í janúar.
Eurovision Holland Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira