Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 19:01 Sjúkraflutningamenn flytja einn þeirra slösuðu úr þyrlu Gæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í kvöld. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38