Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 17:41 Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi. Hún lagði af stað til Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf sex síðdegis. Vísir/Magnús Hlynur Farþegarnir sem voru um borð í rútunni sem valt við Hof í Öræfum í dag eru kínverskir ferðamenn. Upphaflega var talið að fimm hefðu slasast alvarlega en lögreglan á Suðurlandi segir nú að þeir séu fjórir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með þá alvarlegu slösuðu á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum kínverska sendiráðsins voru 33 kínverskir ríkisborgarar í rútunni. Fimm til sex séu alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Hofgarða skammt norðan við Fagurhólsmýri klukkan 15:05 í dag, samkvæmt tilkynningu Landspítalans sem var settur á gult viðbúnaðarstig vegna þess. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex. Björgunarsveitir úr Öræfum, Selfossi og Höfn voru kallaðar út vegna slyssins. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sagði að þyrla Landhelgisgæslunnar væri nýlögð af stað með fjóra alvarlega slasaða einstaklinga þegar Vísir ræddi við hann að verða hálf sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um ástand fólksins. Aðrir sem voru í rútunni slösuðust minna. Grímur segir að eitthvað hafi verið um beinbrot og aðra áverka. Ekki sé vitað hvernig slysið bar að, annað en að rútan endaði á hliðinni utan vegar. Eftir því sem Grímur kemst næst voru aðstæður á slysstað ágætar. Auk þyrlu Gæslunnar var þyrla dansks varðskips sem statt er í Reykjavík send austur. Grímur segir að Danirnir hafi boðið fram aðstoð sína og að hún hafi verið þegin. Danska þyrlan flytur hjúkrunarfólk og til greina kemur að hún flytji slasaða af vettvangi ef þörf krefur. Þá er lítil sjúkraflugvél frá Akureyri væntanleg til lendingar á flugvelli á Fagurhólsmýri. Grímur segir að hún verði væntanlega notuð í flutning á fólki. Flugvél Gæslunnar verður einnig á Höfn og til taks ef flytja þarf fleira fólk á sjúkrahús í Reykjavík.Danska þyrlan í Reykjavíkurhöfn var einnig send austur vegna slyssins.Vísir/SigurjónUppfært 18:18 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að þyrla Gæslunnar sé væntanleg í Fossvogi um klukkan 18:20. Þá er TF-SIF, flugvél Gæslunnar, væntanlega til lendingar á Höfn um svipað leyti. Hún á að flytja tíu manns á sjúkrahús á Akureyri. Einn þeirra slösuðu sé liggjandi en níu sitjandi. Þyrla danska varðskipsins er nú á leið austur og á að lenda nærri slysstað um 18:40. Um borð er greiningarsveit frá Landspítalanum. Ásgrímur segir óljóst hvort þyrlan flytji einhvern á sjúkrahús eða hvert verkefni hennar verður.Viðbragðsaðilar við hótelið að Hofi.Magnús Hlynur Hornafjörður Landhelgisgæslan Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Farþegarnir sem voru um borð í rútunni sem valt við Hof í Öræfum í dag eru kínverskir ferðamenn. Upphaflega var talið að fimm hefðu slasast alvarlega en lögreglan á Suðurlandi segir nú að þeir séu fjórir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið með þá alvarlegu slösuðu á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum kínverska sendiráðsins voru 33 kínverskir ríkisborgarar í rútunni. Fimm til sex séu alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. Slysið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Hofgarða skammt norðan við Fagurhólsmýri klukkan 15:05 í dag, samkvæmt tilkynningu Landspítalans sem var settur á gult viðbúnaðarstig vegna þess. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex. Björgunarsveitir úr Öræfum, Selfossi og Höfn voru kallaðar út vegna slyssins. Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, sagði að þyrla Landhelgisgæslunnar væri nýlögð af stað með fjóra alvarlega slasaða einstaklinga þegar Vísir ræddi við hann að verða hálf sex nú síðdegis. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um ástand fólksins. Aðrir sem voru í rútunni slösuðust minna. Grímur segir að eitthvað hafi verið um beinbrot og aðra áverka. Ekki sé vitað hvernig slysið bar að, annað en að rútan endaði á hliðinni utan vegar. Eftir því sem Grímur kemst næst voru aðstæður á slysstað ágætar. Auk þyrlu Gæslunnar var þyrla dansks varðskips sem statt er í Reykjavík send austur. Grímur segir að Danirnir hafi boðið fram aðstoð sína og að hún hafi verið þegin. Danska þyrlan flytur hjúkrunarfólk og til greina kemur að hún flytji slasaða af vettvangi ef þörf krefur. Þá er lítil sjúkraflugvél frá Akureyri væntanleg til lendingar á flugvelli á Fagurhólsmýri. Grímur segir að hún verði væntanlega notuð í flutning á fólki. Flugvél Gæslunnar verður einnig á Höfn og til taks ef flytja þarf fleira fólk á sjúkrahús í Reykjavík.Danska þyrlan í Reykjavíkurhöfn var einnig send austur vegna slyssins.Vísir/SigurjónUppfært 18:18 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að þyrla Gæslunnar sé væntanleg í Fossvogi um klukkan 18:20. Þá er TF-SIF, flugvél Gæslunnar, væntanlega til lendingar á Höfn um svipað leyti. Hún á að flytja tíu manns á sjúkrahús á Akureyri. Einn þeirra slösuðu sé liggjandi en níu sitjandi. Þyrla danska varðskipsins er nú á leið austur og á að lenda nærri slysstað um 18:40. Um borð er greiningarsveit frá Landspítalanum. Ásgrímur segir óljóst hvort þyrlan flytji einhvern á sjúkrahús eða hvert verkefni hennar verður.Viðbragðsaðilar við hótelið að Hofi.Magnús Hlynur
Hornafjörður Landhelgisgæslan Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38