Grænn samfélagssáttmáli lagður fram í tvíriti á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 23:21 Smári McCarthy stýrir framtíðarnefnd forsætisráðherra. Píratar leggja til að nefndinni verði falið að koma með tillögur að grænum sáttmála. Vísir/Hanna Tilviljun réði því að þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögur, hvorir í sínu lagi, um aðgerðir í loftslagsmálum í dag, að sögn Smára McCarthy, þingmanns Pírata. Báðar tillögurnar eru jafnframt kenndar við grænan samfélagssáttmála sem demókratar í Bandaríkjunum hafa haldið á lofti. Tillögur beggja flokka voru lagðar fram á Alþingi í dag. Sú sem Píratar lögðu fram er um „grænan sáttmála“ en tillaga Samfylkingarinnar um „grænan samfélagssáttmála“. Báðar tillögur myndu fela ríkisstjórninni að herða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna og að umbreyta íslensku samfélagi í grænni átt. Það var þó ekki óeining um efni ályktananna sem leiddi til þess að flokkarnir lögðu tillögurnar fram hvor í sínu lagi. Smári segir í samtali við Vísi að um stórskemmtilega tilviljun hafi verið að ræða. „Við vissum ekki af tillögunni þeirra og þau greinilega ekki af okkur. Þetta sýnir kannski að við þurfum að tala betur saman um hvernig við ætlum að vinna hluti en við höfum sammælst um að vinna þessi mál saman og önnur mál með í framhaldinu,“ segir Smári sem telur tilviljunina þó til marks um hversu mikilvægt málið sé.Herði markmiðin og stórefli alþjóðasamstarf Græni samfélagssáttmáli Samfylkingarinnar á að taka til allra sviða þjóðlífsins. Meginþráðurinn í allri stefnumótun við sáttmálann eigi að vera sjálfbærni og að Ísland verði grænt land, með grænt hagkerfi. Í tillögu Pírata er aðsteðjandi loftslagsvá lýst sem stærsta einstaka vandamáli samtímans. Leggja þeir til að Ísland verði kolefnishlutlaust land en án þess þó að aðgerðir bitni á launafólki og jaðarsettum hópnum. Smári segir lykilatriði í ályktuninni að herða þurfi markmið Íslands í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni auk þess að alþjóðasamvinna verði efld. Ekki sé lengur nógu gott að ná aðeins markmiðum gagnvart Parísarsamkomulaginu þar sem hlýnun stefni nú þegar á að fara fram úr þeim. Ályktun Pírata byggir á grænu nýju gjöfinni, tillögu sem hópur þingmanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, lagði fram fyrr á þessu ári. Smári segir að Píratar hafi farið í gegnum það skjal og borið það saman við loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar og fleiri boðaðar aðgerðir. Markmiðið hafi verið að finna út hvernig væri hægt að ná alþjóðlegu markmiði lið. „Að lokum verðum við að margefla alþjóðlega samvinnu. Það þarf að ná öllum heiminum saman í að laga loftslagið vegna þess að jafnvel ef Ísland nær öllum sínum markmiðum erum við jafnilla sett því við erum það lítil í stóra samhenginu,“ segir Smári. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings fór í fyrsta skipta yfir 415 hluta af milljón í þessum mánuði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega ekki í þrjár milljónir ára. Miðað við óbreytta losun manna gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok þessarar aldar. Við slíkar aðstæður vara vísindamenn við því að hækkun yfirborðs sjávar, verri þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar hafi geigvænleg áhrif á lífríki jarðar og samfélag manna. Alþingi Loftslagsmál Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Tilviljun réði því að þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögur, hvorir í sínu lagi, um aðgerðir í loftslagsmálum í dag, að sögn Smára McCarthy, þingmanns Pírata. Báðar tillögurnar eru jafnframt kenndar við grænan samfélagssáttmála sem demókratar í Bandaríkjunum hafa haldið á lofti. Tillögur beggja flokka voru lagðar fram á Alþingi í dag. Sú sem Píratar lögðu fram er um „grænan sáttmála“ en tillaga Samfylkingarinnar um „grænan samfélagssáttmála“. Báðar tillögur myndu fela ríkisstjórninni að herða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna og að umbreyta íslensku samfélagi í grænni átt. Það var þó ekki óeining um efni ályktananna sem leiddi til þess að flokkarnir lögðu tillögurnar fram hvor í sínu lagi. Smári segir í samtali við Vísi að um stórskemmtilega tilviljun hafi verið að ræða. „Við vissum ekki af tillögunni þeirra og þau greinilega ekki af okkur. Þetta sýnir kannski að við þurfum að tala betur saman um hvernig við ætlum að vinna hluti en við höfum sammælst um að vinna þessi mál saman og önnur mál með í framhaldinu,“ segir Smári sem telur tilviljunina þó til marks um hversu mikilvægt málið sé.Herði markmiðin og stórefli alþjóðasamstarf Græni samfélagssáttmáli Samfylkingarinnar á að taka til allra sviða þjóðlífsins. Meginþráðurinn í allri stefnumótun við sáttmálann eigi að vera sjálfbærni og að Ísland verði grænt land, með grænt hagkerfi. Í tillögu Pírata er aðsteðjandi loftslagsvá lýst sem stærsta einstaka vandamáli samtímans. Leggja þeir til að Ísland verði kolefnishlutlaust land en án þess þó að aðgerðir bitni á launafólki og jaðarsettum hópnum. Smári segir lykilatriði í ályktuninni að herða þurfi markmið Íslands í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni auk þess að alþjóðasamvinna verði efld. Ekki sé lengur nógu gott að ná aðeins markmiðum gagnvart Parísarsamkomulaginu þar sem hlýnun stefni nú þegar á að fara fram úr þeim. Ályktun Pírata byggir á grænu nýju gjöfinni, tillögu sem hópur þingmanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, lagði fram fyrr á þessu ári. Smári segir að Píratar hafi farið í gegnum það skjal og borið það saman við loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar og fleiri boðaðar aðgerðir. Markmiðið hafi verið að finna út hvernig væri hægt að ná alþjóðlegu markmiði lið. „Að lokum verðum við að margefla alþjóðlega samvinnu. Það þarf að ná öllum heiminum saman í að laga loftslagið vegna þess að jafnvel ef Ísland nær öllum sínum markmiðum erum við jafnilla sett því við erum það lítil í stóra samhenginu,“ segir Smári. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings fór í fyrsta skipta yfir 415 hluta af milljón í þessum mánuði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega ekki í þrjár milljónir ára. Miðað við óbreytta losun manna gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok þessarar aldar. Við slíkar aðstæður vara vísindamenn við því að hækkun yfirborðs sjávar, verri þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar hafi geigvænleg áhrif á lífríki jarðar og samfélag manna.
Alþingi Loftslagsmál Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17