Tveir þingmenn Vinstri grænna flugu mest í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 19:34 Lilja Rafney er með lögheimili á Suðureyri. Hún flaug mest innalands af þingmönnum. Vísir/Vilhelm Þingmenn fóru í nærri því þúsund flugferðir í fyrra, þar af tæplega sex hundruð ferðir innanlands. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest innanlands, og flokkssystir hennar Rósa Björk Brynjólfsdóttir var sá þingmaður sem ferðaðist mest erlendis. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá tölum um flugferðir þingmanna í fréttatíma sínum í kvöld. Þar kom fram að landsbyggðarþingmenn hafi farið í langflestar flugferðirnar. Af 572 innanlandsflugferðum voru 80% ferðir þingmanna Norðaustur- og Norðvesturkjördæma. Lilja Rafney, sem er þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður atvinnuveganefndar, flaug langmest þingmanna innanlands, fyrir alls rúmar tvær milljónir króna. Heildarkostnaður við flug þingmanna kjördæmisins var rúm 3,1 milljón króna í fyrra. Í Norðausturkjördæmi flugu Njáll Trausti Friðbertson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mest, fyrir rúma eina og hálfa milljón króna hvort. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur flutt lögheimili sitt í Garðabæ flaug minnst af þingmönnum kjördæmisins. Heildarkostnaður vegna flugferða þingmanna kjördæmisins innanlands nam 10,4 milljónum króna.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest til útlanda í fyrra. Hún er varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/VilhelmFerðir ráðherra ekki taldar með Af flugferðum til útlanda tróndi Rósa Björg Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, á toppnum. Kostnaðurinn vegna flugferða hennar nam 1,2 milljónum króna. Á eftir henni kom Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti þingsins, sem flaug fyrir 895.000 krónur. Alls fóru þingmenn í 382 flugferðir til útlanda vegna vinnu í fyrra. Í fréttinni kemur fram að flugferðir ráðherra séu ekki í tölunum þar sem þær heyri undir ráðuneyti þeirra. Alþingi Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Þingmenn fóru í nærri því þúsund flugferðir í fyrra, þar af tæplega sex hundruð ferðir innanlands. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest innanlands, og flokkssystir hennar Rósa Björk Brynjólfsdóttir var sá þingmaður sem ferðaðist mest erlendis. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá tölum um flugferðir þingmanna í fréttatíma sínum í kvöld. Þar kom fram að landsbyggðarþingmenn hafi farið í langflestar flugferðirnar. Af 572 innanlandsflugferðum voru 80% ferðir þingmanna Norðaustur- og Norðvesturkjördæma. Lilja Rafney, sem er þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður atvinnuveganefndar, flaug langmest þingmanna innanlands, fyrir alls rúmar tvær milljónir króna. Heildarkostnaður við flug þingmanna kjördæmisins var rúm 3,1 milljón króna í fyrra. Í Norðausturkjördæmi flugu Njáll Trausti Friðbertson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mest, fyrir rúma eina og hálfa milljón króna hvort. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, sem hefur flutt lögheimili sitt í Garðabæ flaug minnst af þingmönnum kjördæmisins. Heildarkostnaður vegna flugferða þingmanna kjördæmisins innanlands nam 10,4 milljónum króna.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, flaug mest til útlanda í fyrra. Hún er varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/VilhelmFerðir ráðherra ekki taldar með Af flugferðum til útlanda tróndi Rósa Björg Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, á toppnum. Kostnaðurinn vegna flugferða hennar nam 1,2 milljónum króna. Á eftir henni kom Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti þingsins, sem flaug fyrir 895.000 krónur. Alls fóru þingmenn í 382 flugferðir til útlanda vegna vinnu í fyrra. Í fréttinni kemur fram að flugferðir ráðherra séu ekki í tölunum þar sem þær heyri undir ráðuneyti þeirra.
Alþingi Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira