Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. maí 2019 06:45 Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira