Lífið

Hatari upp í sjöunda sæti hjá veðbönkum

Andri Eysteinsson skrifar
Hatari fór í dag upp í sjöunda sæti úr því tíunda.
Hatari fór í dag upp í sjöunda sæti úr því tíunda. Vísir/AP
Hagur Strympu hefur nú vænkast, sé Strympa, sigurlíkur Hatara í Eurovision samkvæmt veðbönkum. Hatari hefur með frammistöðu sinni í kvöld, sem tryggði Íslandi fyrsta úrslitasæti sínu í Eurovision frá árinu 2014, komist úr níunda sæti hjá veðbönkum, yfir þær þjóðir sem líklegastar þykja til að hreppa hnossið, í það sjöunda.

Í gær, mánudag var Ísland hins vegar tíunda landið á listanum. Listi yfir stuðla helstu veðbanka heims er birtur á vefnum Eurovisionworld og má þar sjá að enn eru taldar 25% líkur á sigri Hollands með lagið Arcade í flutningi Duncan Laurence.

Hatari komst því með frammistöðu sinni í kvöld framfyrir hinn ítalska Mahmood sem flytur lagið Soldi á laugardag.

Eins og áður sagði segja veðbankar mestar líkur á hollenskum sigri en Svíum og Áströlum er spáð næstu sætum þar á eftir.

Lag San Marino, Say Na Na Na, sem enginn bjóst við að kæmist áfram hoppaði upp um 10 sæti á listanum, frá því 38. Niður í 28. Sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×