Fölskvalaus gleði hjá foreldrunum þegar kynnirinn öskraði Iceland Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 22:15 Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega. Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega.
Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira