Gæti reynst Hatara vel að Úkraína dró framlag sitt úr keppni Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 15:30 Maruv á sviðinu í Kænugarði í undankeppnini í Úkraínu í febrúar. Lagið naut mikilla vinsælda en keppir ekki í Tel Aviv. Getty/Pavlo Gonchar Úkraína er ekki á meðal keppenda í Eurovision í ár vegna pólitísks ágreinings heima fyrir sem rekja má til innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014. Það var söngkonan Maruv sem stóð uppi sem sigurvegari í undankeppninni í Úkraínu. Hún dró lagið í framhaldinu úr keppni þar sem hún sagðist ekki vilja vera notuð sem pólitískt tól. Úkraína leitaði til þeirra sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en viðkomandi svöruðu ekki kallinu. Fyrir vikið var ákveðið að draga Úkraínu úr keppni í ár. Maruv var beðin um að skrifa undir samning þar sem henni var meinað að koma fram á tónleikum í Rússlandi í aðdraganda Eurovision. Hún var tilbúin að gangast undir það en segir aðra hluti í samkomulaginu hafa verið þess eðlis að hún gæti ekki skrifað undir. „Ég er listamaður, ekki tól til að nota á pólitíska sviðinu,“ sagði Maruv í yfirlýsingu. Atriði Maruv á ýmislegt sameiginlegt með lagi Hatara. Lagið er verulega ögrandi. Dansarar spila lykilhlutverk í atriðinu og sömuleiðis leður og keðjur. Sem Hatari nýtir sömuleiðis.BBC ræddi við Eurovision-sérfræðinginn Dr. Paul Jordan í febrúar þegar lagið var dregið úr keppni. Hann er með doktorsgráðu þar sem lokaverkefni hans fjallaði um þátttöku Úkraínu í Eurovision. Hann taldi framlag Úkraínu líklegt til afreka. „Það hefur lítið verið rætt um framlögin sem valin hafa verið til þessa, en fólk hefur dásamað framlag Úkraínu,“ sagði Jordan. „Það er afar ögrandi. Ég held að lagið hefði átt góða möguleika á að gera vel í keppninni.“ Ögrandi? Leður? Keðjur? Dansarar? Ljóst er að þeir áhorfendur sem tengja við fyrrnefnda hluti greiða Úkraínu ekki atkvæði sitt í ár. Hatari býður upp á svipað konsept þótt skilaboðin í textum laganna tveggja séu gjörólík. Auk þess þýðir fjarvera Úkraínu að það er einu lagi færra í riðli Íslands þar sem sautján berjast um að komast í úrslit, en ekki átján eins og í hinum riðlinum. Eitthvað sem gæti komið Hatara vel. Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Úkraína er ekki á meðal keppenda í Eurovision í ár vegna pólitísks ágreinings heima fyrir sem rekja má til innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014. Það var söngkonan Maruv sem stóð uppi sem sigurvegari í undankeppninni í Úkraínu. Hún dró lagið í framhaldinu úr keppni þar sem hún sagðist ekki vilja vera notuð sem pólitískt tól. Úkraína leitaði til þeirra sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en viðkomandi svöruðu ekki kallinu. Fyrir vikið var ákveðið að draga Úkraínu úr keppni í ár. Maruv var beðin um að skrifa undir samning þar sem henni var meinað að koma fram á tónleikum í Rússlandi í aðdraganda Eurovision. Hún var tilbúin að gangast undir það en segir aðra hluti í samkomulaginu hafa verið þess eðlis að hún gæti ekki skrifað undir. „Ég er listamaður, ekki tól til að nota á pólitíska sviðinu,“ sagði Maruv í yfirlýsingu. Atriði Maruv á ýmislegt sameiginlegt með lagi Hatara. Lagið er verulega ögrandi. Dansarar spila lykilhlutverk í atriðinu og sömuleiðis leður og keðjur. Sem Hatari nýtir sömuleiðis.BBC ræddi við Eurovision-sérfræðinginn Dr. Paul Jordan í febrúar þegar lagið var dregið úr keppni. Hann er með doktorsgráðu þar sem lokaverkefni hans fjallaði um þátttöku Úkraínu í Eurovision. Hann taldi framlag Úkraínu líklegt til afreka. „Það hefur lítið verið rætt um framlögin sem valin hafa verið til þessa, en fólk hefur dásamað framlag Úkraínu,“ sagði Jordan. „Það er afar ögrandi. Ég held að lagið hefði átt góða möguleika á að gera vel í keppninni.“ Ögrandi? Leður? Keðjur? Dansarar? Ljóst er að þeir áhorfendur sem tengja við fyrrnefnda hluti greiða Úkraínu ekki atkvæði sitt í ár. Hatari býður upp á svipað konsept þótt skilaboðin í textum laganna tveggja séu gjörólík. Auk þess þýðir fjarvera Úkraínu að það er einu lagi færra í riðli Íslands þar sem sautján berjast um að komast í úrslit, en ekki átján eins og í hinum riðlinum. Eitthvað sem gæti komið Hatara vel.
Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40