Manchester City heldur fram sakleysi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 15:30 Pep Guardiola og lærisveinar hans ættu að vera fagna enska meistaratitlinum í dag en ekki að hafa áhyggjur af því að vera að missa sæti sitt í Meistaradeildinni. Getty/Michael Regan Forráðamenn Manchester City mótmæla ásökunum gegn félaginu og halda fram sakleysi sínu í brotum á rekstrarreglum UEFA. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina á sunnudaginn en þetta var annað árið í röð sem liðið endar á toppnum. City hefur fengið 198 stig á tveimur síðustu tímabilum sem er ótrúlegur árangur. Strax daginn eftir kom fram frétt hjá New York Times þar sem segir að City hafi fengið stórar peningaupphæðir frá eigandanum Sheikh Mansour undir fölsku flaggi dulbúnar sem greiðslur frá tilbúnum styrktaraðilum í Abu Dhabi. UEFA er í framhaldinu að velta fyrir sér möguleikanum á því að henda Manchester City út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rannsóknarnefnd UEFA er að rannsaka það hvort ensku meistararnir hafi brotið gegn rekstrarreglum félaga. Manchester City segist vera að vinna með rannsóknaraðilum og hafi ekkert að fela í þessu máli.Man City protest innocence to Fifa amid Champions League ban threat, writes @david_connhttps://t.co/1LsibZhnBR — Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2019Guardian fjallar um málið og þar kemur fram að forráðamenn Manchester City hafi gögn sem sanni sakleysi félagsins í þessu máli. Forráðamenn City ætla sér að mæta með þessi gögn fyrir dóminn hjá UEFA og berjast þar fyrir sakleysi sínu. Þeir segja meðal annars í yfirlýsingu að með frétt New York Times hafi einhverjir óprúttnir einstaklingar verið að reyna að skaða orðspor og hagsmuni félagsins. Heimildarmenn New York Times voru menn sem þekktu mjög vel til málsins gegn Manchester City. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um málið í dag og í gærkvöldi en UEFA hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins og segist ekki ætla að gera það á meðan það er í rannsókn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00 Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Forráðamenn Manchester City mótmæla ásökunum gegn félaginu og halda fram sakleysi sínu í brotum á rekstrarreglum UEFA. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina á sunnudaginn en þetta var annað árið í röð sem liðið endar á toppnum. City hefur fengið 198 stig á tveimur síðustu tímabilum sem er ótrúlegur árangur. Strax daginn eftir kom fram frétt hjá New York Times þar sem segir að City hafi fengið stórar peningaupphæðir frá eigandanum Sheikh Mansour undir fölsku flaggi dulbúnar sem greiðslur frá tilbúnum styrktaraðilum í Abu Dhabi. UEFA er í framhaldinu að velta fyrir sér möguleikanum á því að henda Manchester City út úr Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rannsóknarnefnd UEFA er að rannsaka það hvort ensku meistararnir hafi brotið gegn rekstrarreglum félaga. Manchester City segist vera að vinna með rannsóknaraðilum og hafi ekkert að fela í þessu máli.Man City protest innocence to Fifa amid Champions League ban threat, writes @david_connhttps://t.co/1LsibZhnBR — Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2019Guardian fjallar um málið og þar kemur fram að forráðamenn Manchester City hafi gögn sem sanni sakleysi félagsins í þessu máli. Forráðamenn City ætla sér að mæta með þessi gögn fyrir dóminn hjá UEFA og berjast þar fyrir sakleysi sínu. Þeir segja meðal annars í yfirlýsingu að með frétt New York Times hafi einhverjir óprúttnir einstaklingar verið að reyna að skaða orðspor og hagsmuni félagsins. Heimildarmenn New York Times voru menn sem þekktu mjög vel til málsins gegn Manchester City. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um málið í dag og í gærkvöldi en UEFA hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins og segist ekki ætla að gera það á meðan það er í rannsókn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00 Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Vilja City í bann frá Meistaradeildinni Rannsóknarnefnd UEFA mun leggja til að Manchester City fari í bann frá keppni í Meistaradeild Evrópu í að minnsta kosti eitt tímabil samkvæmt frétt New York Times. 14. maí 2019 06:00
Arsenal eða Man Utd gætu fengið sæti Manchester City í Meistaradeildinni Manchester City fagnaði vel um helgina en aðeins degi eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni bárust fréttir af því að Meistaradeildarsæti liðsins væri í hættu. 14. maí 2019 11:00