Bar Refaeli er alþjóðleg ofurfyrirsæta og ein sú fyrsta frá Ísrael til að sitja fyrir á forsíðu sundútgáfu Sports Illustrated. Hún er reynslumikil þegar kemur að því að kynna í sjónvarpi og má nefna The X Factor í Ísrael árið 2013 og Million Dollar Shooting Star árið 2012, sem var hennar hugmynd að sjónvarpsþætti.
Erez Tal hefur verið kynnir í tíu þáttaröðum af Big Brother en hefur auk þess mikla reynslu af þáttastjórnum, þá aðallega leikjaþáttum.
Assi Azar er þekktur í sjónvarpinu í Ísrael og meðal annars verið gestgjafi í þáttunm Israel's Rising Star, þar sem framlag Ísraels til Eurovision er valið. Þá er hann á topp 100 lista Out Magazine á 100 áhrifamestu samkynhneigða fólkinu.
Lucy Ayoub er tiltölulega nýkomin fram á sjónarsviðið en hún nýtur mikilla vinsælda á YouTube. Hún greindi frá stigum ísraelsku dómnefndarinnar í fyrra þegar keppt var í Lissabon.
Refaeli lofar mikilli og góðri skemmtun enda kunni Ísraelar að búa til gott sjónvarp.
Kynnarnir fjórir bregða á leik í myndbandinu hér að neðan.