Styttist í stóru stundina í Tel Aviv: Þetta verða lengstu klukkustundir í lífi okkar Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 12:30 Lee Proud brá á leik með blaðamanni fyrir utan Dan Panorama hótel íslenska liðsins í morgun. Vísir/Kolbeinn Tumi Lee Proud, danshöfundur íslenska atriðsins í Eurovision sem Hatari flytur, var í meira lagi í góðum gír þegar blaðamaður ræddi við hann rétt fyrir brottför af hóteli íslenska hópsins í Tel Aviv í dag. Hann hefur góða tilfinningu fyrir deginum og kvöldinu. „Miðað við hvernig gekk í gær þá er tilfinning mín sú að við erum algjörlega tilbúin. Allir eru á sömu blaðsíðu, náðu að sofa vel og hvíla sig. Þetta er í höndum kjósenda en við höfum gert okkar besta. Ég verð stoltur hvernig sem fer.“ Dómararennslið fór fram í keppnishöllinni í gær en atkvæði þeirra gilda til jafns við símakosninguna í kvöld. Þótti rennslið í gær takast nokkuð vel og segir Lee engar breytingar verða gerðar á atriðinu frá því sem var í gær.Ástrós Guðjónsdóttir dansari er klár í slaginn eins og restin af Hataragenginu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Við leggjum bara áherslu á að halda bandinu afslöppuðu og einbeittu á verkefnið sem þau eru komin hingað til að gera.“ Þegar blaðamaður ræddi við Lee voru níu klukkustundir í að flautað yrði til leiks á fyrra undanúrslitakvöldinu, klukkan 19 að íslenskum tíma. Hann á von á að tímnin verði lengi að líða í dag. „Þetta verða langar níu klukkustundir og okkur mun vafalítið finnast þetta lengstu níu klukkustundir í lífi okkar. Það er nóg að gera. Mæta í keppnishöllina, gera bandið tilbúið, svo er síðdegisæfing og stóra kvöldið.“ Spennan er mjög mikil að sögn danssérfræðingsins. „Við erum öll mjög spennt og það eru miklar tilfinningar í spilinu. Það er svo mikil ást í liðinu og í öllum íslenska hópnum. Okkur í atriðinu líður einstaklega vel. Allir svo stoltir og ég held við höfum náð því sem við komum til að gera.“Lee Proud í gimpgalla á göngu í Tel Aviv á dögunum. Um var að ræða upptöku á innslagi fyrir RÚV.RÚVLee viðurkennir að hann sé kominn með Eurovision-bakteríuna, „big time“ eins og hann kemst að orði. Hann hafi hlaðið niður lagalista með Eurovision lögunum í morgun. „Ég hlustaði á hann í sturtunni,“ segir Lee sem er enskur en verið með annan fótinn í leikhúslífinu á Íslandi undanfarin misseri. „Ég er fallinn fyrir pólska laginu. Ég veit ekki alveg hvað það er við lagið en eitthvað í því talar til mín. Ég hef enga hugmynd um hvers vegna því lagið er klikkað, en ég kann að meta það,“ segir Lee. Lagið sé þó ekki í öðru sæti hjá honum yfir lögin í Eurovision. „Nei, Ísland er lagið mitt númer eitt upp í tíu en ef ég ætti að nefna eitthvað lag í viðbót væri það pólska lagið.“Pólska lagið má heyra hér að neðan en það er fjórða á svið í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
Lee Proud, danshöfundur íslenska atriðsins í Eurovision sem Hatari flytur, var í meira lagi í góðum gír þegar blaðamaður ræddi við hann rétt fyrir brottför af hóteli íslenska hópsins í Tel Aviv í dag. Hann hefur góða tilfinningu fyrir deginum og kvöldinu. „Miðað við hvernig gekk í gær þá er tilfinning mín sú að við erum algjörlega tilbúin. Allir eru á sömu blaðsíðu, náðu að sofa vel og hvíla sig. Þetta er í höndum kjósenda en við höfum gert okkar besta. Ég verð stoltur hvernig sem fer.“ Dómararennslið fór fram í keppnishöllinni í gær en atkvæði þeirra gilda til jafns við símakosninguna í kvöld. Þótti rennslið í gær takast nokkuð vel og segir Lee engar breytingar verða gerðar á atriðinu frá því sem var í gær.Ástrós Guðjónsdóttir dansari er klár í slaginn eins og restin af Hataragenginu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Við leggjum bara áherslu á að halda bandinu afslöppuðu og einbeittu á verkefnið sem þau eru komin hingað til að gera.“ Þegar blaðamaður ræddi við Lee voru níu klukkustundir í að flautað yrði til leiks á fyrra undanúrslitakvöldinu, klukkan 19 að íslenskum tíma. Hann á von á að tímnin verði lengi að líða í dag. „Þetta verða langar níu klukkustundir og okkur mun vafalítið finnast þetta lengstu níu klukkustundir í lífi okkar. Það er nóg að gera. Mæta í keppnishöllina, gera bandið tilbúið, svo er síðdegisæfing og stóra kvöldið.“ Spennan er mjög mikil að sögn danssérfræðingsins. „Við erum öll mjög spennt og það eru miklar tilfinningar í spilinu. Það er svo mikil ást í liðinu og í öllum íslenska hópnum. Okkur í atriðinu líður einstaklega vel. Allir svo stoltir og ég held við höfum náð því sem við komum til að gera.“Lee Proud í gimpgalla á göngu í Tel Aviv á dögunum. Um var að ræða upptöku á innslagi fyrir RÚV.RÚVLee viðurkennir að hann sé kominn með Eurovision-bakteríuna, „big time“ eins og hann kemst að orði. Hann hafi hlaðið niður lagalista með Eurovision lögunum í morgun. „Ég hlustaði á hann í sturtunni,“ segir Lee sem er enskur en verið með annan fótinn í leikhúslífinu á Íslandi undanfarin misseri. „Ég er fallinn fyrir pólska laginu. Ég veit ekki alveg hvað það er við lagið en eitthvað í því talar til mín. Ég hef enga hugmynd um hvers vegna því lagið er klikkað, en ég kann að meta það,“ segir Lee. Lagið sé þó ekki í öðru sæti hjá honum yfir lögin í Eurovision. „Nei, Ísland er lagið mitt númer eitt upp í tíu en ef ég ætti að nefna eitthvað lag í viðbót væri það pólska lagið.“Pólska lagið má heyra hér að neðan en það er fjórða á svið í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30