Styttist í stóru stundina í Tel Aviv: Þetta verða lengstu klukkustundir í lífi okkar Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 12:30 Lee Proud brá á leik með blaðamanni fyrir utan Dan Panorama hótel íslenska liðsins í morgun. Vísir/Kolbeinn Tumi Lee Proud, danshöfundur íslenska atriðsins í Eurovision sem Hatari flytur, var í meira lagi í góðum gír þegar blaðamaður ræddi við hann rétt fyrir brottför af hóteli íslenska hópsins í Tel Aviv í dag. Hann hefur góða tilfinningu fyrir deginum og kvöldinu. „Miðað við hvernig gekk í gær þá er tilfinning mín sú að við erum algjörlega tilbúin. Allir eru á sömu blaðsíðu, náðu að sofa vel og hvíla sig. Þetta er í höndum kjósenda en við höfum gert okkar besta. Ég verð stoltur hvernig sem fer.“ Dómararennslið fór fram í keppnishöllinni í gær en atkvæði þeirra gilda til jafns við símakosninguna í kvöld. Þótti rennslið í gær takast nokkuð vel og segir Lee engar breytingar verða gerðar á atriðinu frá því sem var í gær.Ástrós Guðjónsdóttir dansari er klár í slaginn eins og restin af Hataragenginu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Við leggjum bara áherslu á að halda bandinu afslöppuðu og einbeittu á verkefnið sem þau eru komin hingað til að gera.“ Þegar blaðamaður ræddi við Lee voru níu klukkustundir í að flautað yrði til leiks á fyrra undanúrslitakvöldinu, klukkan 19 að íslenskum tíma. Hann á von á að tímnin verði lengi að líða í dag. „Þetta verða langar níu klukkustundir og okkur mun vafalítið finnast þetta lengstu níu klukkustundir í lífi okkar. Það er nóg að gera. Mæta í keppnishöllina, gera bandið tilbúið, svo er síðdegisæfing og stóra kvöldið.“ Spennan er mjög mikil að sögn danssérfræðingsins. „Við erum öll mjög spennt og það eru miklar tilfinningar í spilinu. Það er svo mikil ást í liðinu og í öllum íslenska hópnum. Okkur í atriðinu líður einstaklega vel. Allir svo stoltir og ég held við höfum náð því sem við komum til að gera.“Lee Proud í gimpgalla á göngu í Tel Aviv á dögunum. Um var að ræða upptöku á innslagi fyrir RÚV.RÚVLee viðurkennir að hann sé kominn með Eurovision-bakteríuna, „big time“ eins og hann kemst að orði. Hann hafi hlaðið niður lagalista með Eurovision lögunum í morgun. „Ég hlustaði á hann í sturtunni,“ segir Lee sem er enskur en verið með annan fótinn í leikhúslífinu á Íslandi undanfarin misseri. „Ég er fallinn fyrir pólska laginu. Ég veit ekki alveg hvað það er við lagið en eitthvað í því talar til mín. Ég hef enga hugmynd um hvers vegna því lagið er klikkað, en ég kann að meta það,“ segir Lee. Lagið sé þó ekki í öðru sæti hjá honum yfir lögin í Eurovision. „Nei, Ísland er lagið mitt númer eitt upp í tíu en ef ég ætti að nefna eitthvað lag í viðbót væri það pólska lagið.“Pólska lagið má heyra hér að neðan en það er fjórða á svið í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Lee Proud, danshöfundur íslenska atriðsins í Eurovision sem Hatari flytur, var í meira lagi í góðum gír þegar blaðamaður ræddi við hann rétt fyrir brottför af hóteli íslenska hópsins í Tel Aviv í dag. Hann hefur góða tilfinningu fyrir deginum og kvöldinu. „Miðað við hvernig gekk í gær þá er tilfinning mín sú að við erum algjörlega tilbúin. Allir eru á sömu blaðsíðu, náðu að sofa vel og hvíla sig. Þetta er í höndum kjósenda en við höfum gert okkar besta. Ég verð stoltur hvernig sem fer.“ Dómararennslið fór fram í keppnishöllinni í gær en atkvæði þeirra gilda til jafns við símakosninguna í kvöld. Þótti rennslið í gær takast nokkuð vel og segir Lee engar breytingar verða gerðar á atriðinu frá því sem var í gær.Ástrós Guðjónsdóttir dansari er klár í slaginn eins og restin af Hataragenginu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Við leggjum bara áherslu á að halda bandinu afslöppuðu og einbeittu á verkefnið sem þau eru komin hingað til að gera.“ Þegar blaðamaður ræddi við Lee voru níu klukkustundir í að flautað yrði til leiks á fyrra undanúrslitakvöldinu, klukkan 19 að íslenskum tíma. Hann á von á að tímnin verði lengi að líða í dag. „Þetta verða langar níu klukkustundir og okkur mun vafalítið finnast þetta lengstu níu klukkustundir í lífi okkar. Það er nóg að gera. Mæta í keppnishöllina, gera bandið tilbúið, svo er síðdegisæfing og stóra kvöldið.“ Spennan er mjög mikil að sögn danssérfræðingsins. „Við erum öll mjög spennt og það eru miklar tilfinningar í spilinu. Það er svo mikil ást í liðinu og í öllum íslenska hópnum. Okkur í atriðinu líður einstaklega vel. Allir svo stoltir og ég held við höfum náð því sem við komum til að gera.“Lee Proud í gimpgalla á göngu í Tel Aviv á dögunum. Um var að ræða upptöku á innslagi fyrir RÚV.RÚVLee viðurkennir að hann sé kominn með Eurovision-bakteríuna, „big time“ eins og hann kemst að orði. Hann hafi hlaðið niður lagalista með Eurovision lögunum í morgun. „Ég hlustaði á hann í sturtunni,“ segir Lee sem er enskur en verið með annan fótinn í leikhúslífinu á Íslandi undanfarin misseri. „Ég er fallinn fyrir pólska laginu. Ég veit ekki alveg hvað það er við lagið en eitthvað í því talar til mín. Ég hef enga hugmynd um hvers vegna því lagið er klikkað, en ég kann að meta það,“ segir Lee. Lagið sé þó ekki í öðru sæti hjá honum yfir lögin í Eurovision. „Nei, Ísland er lagið mitt númer eitt upp í tíu en ef ég ætti að nefna eitthvað lag í viðbót væri það pólska lagið.“Pólska lagið má heyra hér að neðan en það er fjórða á svið í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30