Hatari flutti lagið Hatrið mun sigra á æfingu fyrir dómararennslið í Expo-höllinni í Tel Aviv rétt í þessu og gekk það mjög vel.
Inni í blaðmannahöllinni heyrðist örlítið of lítið í Matthíasi en svo var víst ekki inni í sal. Atriðið rann vel í gegn og var klappað mikið fyrir Íslandi hér í blaðamannahöllinni í Tel Aviv. Póstkort okkar Íslendinga er virkilega vel heppnað í ár.
Klukkan 19:00 hefst síðan dómararennslið sjálft sem telur jafn mikið og atkvæði Evrópubúa annað kvöld. Það er því til mikils að vinna fyrir Íslendinganna og vonandi hittu þau í mark meðal dómnefndanna.
Hatari fer 13. á svið annað kvöld á fyrri undanriðlinum í Eurovision árið 2019. Íslendingum er spáð áfram af helstu veðbönkum.
Æfingin gekk vel hjá Hatara
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni




Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun

„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf