Refsing milduð yfir manni sem braut gegn ungum undirmanni Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:50 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira