Refsing milduð yfir manni sem braut gegn ungum undirmanni Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:50 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira